Afrit úr sjúkraskrá
Um sjúkraskrá Landspítala
Sjúkraskrárupplýsingar eru lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans á Landspítala og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.
Sjúkraskrá Landspítala er rafræn og uppfyllir öryggisstaðal ISO 27001.
Landspítali hefur sett sér stefnu um sjúkraskrá. Í henni kemur fram sýn og heit spítalans um gæði og öryggi skráningar og sjúkraskrárkerfa.
Lög um sjúkraskrár nr. 55/2009 marka þann ramma sem spítalinn starfar eftir og eru þau endurspegluð í stefnunni.
Beiðni um afrít úr:
Ef upplýsingar í sjúkraskrá eru taldar rangar eða villandi getur sjúklingur eða umboðsmaður hans sent tölvupóst þess efnis á sjukraskra@landspitali.is ásamt rökstuðningi fyrir erindinu. Slík erindi eru að jafnaði tekin fyrir hjá nefnd um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum. Slík erindi geta tekið einhverjar vikur í úrvinnslu.
Sé sjúklingur almennt ósáttur við þær upplýsingar sem skráðar eru í sjúkraskrána eða ósammála innihaldi þeirra þá er honum heimilt að senda inn skriflegar athugasemdir við textann og eru þær athugasemdir lagðar í sjúkraskrána.
Ef upplýsingar í sjúkraskrá eru bersýnilega rangar, þannig að ekki sé rétt farið með staðreyndir svo sem að ofnæmi sé rangt skráð eða röng lyf tilgreind, er hægt að leiðrétta það.
Óheimilt er samkvæmt lögum að eyða upplýsingum úr sjúkraskrá sjúklings nema með samþykki landlæknis.
Að úrvinnslu lokinni kemur fram í svari Landspítala hvernig brugðist er við athugasemd við sjúkraskrá eða beiðni um leiðréttingu á henni. Hafni Landspítali erindinu er hægt að skjóta þeirri synjun til Embættis landlæknis.
Heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferð og færir upplýsingar í sjúkraskrá ber ábyrgð á sjúkraskrárfærslum sínum.
Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala skipar eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá. Hlutverk hennar er samkvæmt erindisbréfi að annast eftirlit með notkun rafrænna sjúkraskrárupplýsinga fyrir hönd framkvæmdastjóra lækninga og í samstarfi við upplýsingatæknideild spítalans. Markmið nefndarinnar er að starfsmenn Landspítala fari að reglum spítalans um persónuupplýsingar og geri sér grein fyrir að eftirlit er haft með því að það sé gert.
Verkefni nefndarinnar:
- Gera reglubundnar athuganir á því hvort starfsmenn sem opna rafræna sjúkraskrá eigi þangað eðlilegt erindi vegna meðferðar sjúklings
- Gera úttektir á sjúkraskrám sem valdar eru af handahófi
- Gera úttektir á uppflettingum starfsmanna af handahófi
- Sinna upplýsingaöflun um aðgengi að einstökum sjúkraskrám samkvæmt ábendingum framkvæmdastjóra lækninga
- Hafa frumkvæði að því að skoða opnun sjúkraskráa valdra einstaklinga
Leiði starf nefndarinnar af sér rökstuddan grun um brot gegn reglum um aðgengi að sjúkraskrám er slíkum málum vísað til framkvæmdastjóra lækninga.
Fá afrit
Til að fá afrit af sjúkraskrá og/eða lista yfir hverjir hafa skoðað hana er best að fylla út rafræna beiðni sem hlekkirnir hér að neðan leiða að.
- Eigin sjúkraskrá eða mæðraskrá
- Sjúkraskrá barns míns
- Sjúkraskrá aðstandanda
- Beiðni um vottorð til Sjúkratrygginga Íslands
Afhending rafrænna gagna
- Rafræn afrit eru afhent á Island.is. Þangað má sækja þau með rafrænum skilríkjum.