Leit
Loka

Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla

Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar

Deildarstjóri

Sigríður María Atladóttir

sigmaa@landspitali.is
Yfirlæknir

Þórður Þórarinn Þórðarson

ththorda@landspitali.is

VökudeildRS-veira - Sýkingarhætta

Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild, fæðingarvakt, meðgöngu- og sængurlegudeild og göngudeild mæðraverndar. Aðrar heimsóknir er takmarkaðar

Banner mynd fyrir  Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla - mynd

Hér erum við

Barnaspítali Hringsins, 3. hæð.

Um vökudeild

Hagnýtar upplýsingar

Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar.
Einnig ungabörn upp að þriggja mánaða aldri sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda.  Um 40% innlagðra barna eru fyrirburar, það er börn sem fædd eru fyrir 37 vikna meðgöngu.

Nýburar sem eru yngri en viku gamlir eru lagðir beint inn á deildina í stað þess að koma fyrst á bráðamóttöku barna.

Á Vökudeild er starfandi þverfaglegt teymi sem sér um eftirfylgd mikilla fyrirbura, það er barna sem fædd eru fyrir 28. viku meðgöngu og/eða sem fæðast léttari en 1000 gr.

Þetta þýðir að öllum börnum í þessum áhættuhópi er boðið að koma í skoðanir og prófanir með reglubundnu millibili á fyrstu árunum, burt séð frá því hvort þau eiga heima á höfuðborgarsvæðinu eða ekki. Eftirlitið felur í sér að fylgst er með heilsu og þroska barnsins á ákveðnum aldri. Börn sem fæðast eftir lengri meðgöngu en 28 vikur geta einnig verið í eftirliti hjá teyminu ef læknir barns telur þörf á.

  • Árlegar innlagnir á vökudeild um 400 börn
  • Tæplega 700 nýburar koma á dagdeild vökudeildar á ári hverju
 
  • Deildin er alltaf opin fyrir foreldra
  • Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild
  • Öðrum gestum er heimilt að koma í heimsókn en aðeins í fylgd foreldis barnsins á heimsóknartímum milli kl. 15:00 og 20:00

Aðeins er heimilt að einn gestur sé á deildinni í einu auk foreldra og er ráðlegt að ekki komi margir á hverjum degi vegna smithættu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?