Leit
Loka

Rjóður

Rjóður er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og langveik fötluð börn.

Deildarstjóri

Áslaug Salka Grétarsdóttir

Yfirlæknir

Valtýr Stefánsson Thors

Banner mynd fyrir  Rjóður

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Rjóður - mynd

Hér erum við

Kópavogsgerði 6a, Kópavogi

Hagnýtar upplýsingar

Rjóður er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og langveik fötluð börn.  Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar.

Rjóður er hluti af kvenna og barnaþjónustu Landspítala.

  • Í Rjóðri starfar hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar og félagsliðar
  • Mikið samstarf er við Barnaspítala Hringsins

Öll börn sem koma ný í Rjóður fá skipulagða aðlögun. Það fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu hversu aðlögun er löng. Skipulagðar innlagnir eru ákveðnar 3 mánuði fram í tímann

Á hverjum tíma dvelja 5-6 börn í Rjóðri auk barna sem koma í dagdeildarþjónustu vegna endurhæfingar.  Þetta eru oftast börn sem legið hafa á Barnaspítala Hringsins vegna alvarlegra slysa og sjúkdóma og þurfa endurhæfingu og þjálfun áður en þau geta farið heim. Þessi börn eru oftast í sólarhringsþjónustu fyrst í stað.

Helsti bakhjarl Rjóðurs er Jón Gunnar Geirdal en hann hefur í gegnum árin stutt við bakið á Rjóðri með ýmsum stórum og smáum verkefnum.

 Lionshreyfingin og Lionsklúbbur Kópavogs eru einnig tryggir bakhjarlar.

En auk þessa nýtur Rjóður stuðnings fjölda félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Má þar nefna Svölurnar, Thorvaldsensfélagið, Kvenfélagið Hringinn, Oddfellow regluna ásamt fleirum.

Viltu styrkja Rjóður?

Ef áhugi er á að styrkja Rjóður í formi peninga eða tækja er hægt að hafa samband við deildarstjóra í síma 543-9261 eða senda póst á netfangið hennyh@landspitali.is.

Læknir barnsins þarf að senda beiðni um innlögn í Rjóður . Beiðnin er metin af inntökuteymi Rjóðurs sem í eru deildarstjóri Rjóðurs og læknar og hjúkrunarfræðingar taugateymis barna.

Þegar barn hefur fengið jákvætt svar um hvíldarinnlögn hefst aðlögun. Mikilvægt er að fá nákvæmar og góðar upplýsingar um barnið og fjölskylduna.
Lengd aðlögunar fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu.

Aðlögun barns að dvöl í Rjóðri

Hvert barn fær tengilið úr starfsmannahópi Rjóðurs. Hlutverk tengils er að halda góðum samskiptum á milli Rjóðurs og viðkomandi fjölskyldu, fylgjast með og uppfæra upplýsingar og vera aðili sem fjölskyldan getur leitað til.

Sjúkdómsgreiningar barnanna er marvíslegar en aðallega:

  • Heila og taugasjúkdómar
  • Vöðvasjúkdómar
  • Ýmsir sjaldgæfir sjúkdómar
  • Næringarvandamál

 

Samstarf er við Barnaspítala Hringsins. Rjóður er hluti af taugateymi Barnaspítalans. Ef börnin veikjast í Rjóðri eru þau send á bráðamóttöku og eins tekur Rjóður á móti langveikum börnum og börnum sem þurfa mikla endurhæfingu frá spítalanum.

Samstarf er við Endurhæfingu ehf sem er staðsett á lóð Landspítala Kópavogi. Sjúkraþjálfarar þar sinna börnum sem koma utan að landi til dvalar í Rjóðri.

Þverfagleg vinna: Samstarf er á milli Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ríkisins þar sem fagfólk, sjúkraþjálfarar, foreldrar og stoðtækjafyrirtæki eru í samvinnu vegna hjálpartækjamála.

 

 


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?