Legudeild lyndisraskana
Legudeild lyndisraskana er deild sem sinnir aðallega einstaklingum með lyndisraskanir sem og með annan geðrænan vanda. Lögð er áhersla á heildræna batamiðaða þjónustu með það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að bata.
Díana Liz Franksdóttir
dianaliz@landspitali.isBirna Guðrún Þórðardóttir
birnagth@landspitali.isHafðu samband
Hagnýtar upplýsingar
Engin bílastæðagjöld eru tekin á bílastæðunum við Klepp.
Strætóleiðir: Leiðir 12 og 16 stoppa á Sæbrautinni við Sægarða.
Legudeild lyndisraskana er opin legudeild staðsett á 2. hæð í aðalbyggingu Landspítala á Kleppi. Deildin tekur við innlagnarbeiðnum frá legudeildum á Hringbraut ásamt því að vera í nánu samstarfi við göngudeildarteymi.
Legudeild lyndisraskana veitir meðferð og þjónustu á 3. stigi heilbrigðisþjónustu og eru innlagnir í gegnum tilvísanir/beiðnir. Einstaklingar sem leggjast inn á legudeild lyndisraskana eru með fjölþættan vanda þar sem þörf er á heildrænni þverfaglegri nálgun og þjónustu.
Áherslur í þjónustu
Hugmyndafræði og áherslur í þjónustu og meðferð, byggir á batamiðaðri nálgun og geðendurhæfingu þ.e. virk þátttaka sjúklinga í eigin meðferð, þátttaka í ákvarðanatöku og valdeflingu með það að markmiði að viðhalda og auka færni og getu einstaklings til að bæta lífsgæði sín. Unnið er út frá því að hver og einn geti nýtt hæfileika sína og styrkleika og finni leiðir til sjálfshjálpar og sjálfstæðis. Unnið er á jafningjagrundvelli að sameiginlegum markmiðum.
Markmið
Markmið með innlögn er að auka færni, virkni og þátttöku einstaklinga í lífi og starfi. Bæta lífsgæði, efla bjargráð og auka þekkingu á eigin vanda.