Leit
Loka

Hjálpartæki

 

Stór þáttur í starfi iðjuþjálfa á bráðasjúkrahúsi er að meta þörf á hjálpartækjum og hvort skjólstæðingur geti nýtt sér þau.

Iðjuþjálfar sjá um að sækja um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) fyrir þá skjólstæðinga sem eiga rétt á þeim samkvæmt reglugerð. Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir svar um úrskurð til skjólstæðings og iðjuþjálfa.

Í flestum tilfellum fær skjólstæðingur tækin send heim til sín eða á viðeigandi stofnun.

Ef viðkomandi á ekki rétt á hjálpartækjum frá SÍ skv. reglugerð geta iðjuþjálfar veitt upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa/leigja hjálpartæki.

Dæmi um hjálpartæki eru: 

  • Sokkaífæra
  • Griptöng
  • Salernisupphækkun 
  • Baðhjálpartæki
  • Stoðir við salerni og rúm
  • Sessa
  • Hjólastóll
  • Vinnustóll
  • Sjúkrarúm
  • Öryggiskallkerfi/-hnappur
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?