Leit
Loka



ÓRÁÐ ER ÓRÁÐ

 

Óráð (bráðarugl, delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang.
Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur.


Ýmislegt gagnlegt um óráð

Það er alltaf árangursríkara ef hægt er að fyrirbyggja óráð og því þarf að þekkja vel hvaða einstaklingar eru í áhættuhóp, greina hjá þeim áhættuþætti og reyna að forðast allt sem gæti mögulega aukið hættu á óráði (fækka útleysandi þáttum).

Áhættuþættir fyrir óráði hjá sjúklingum með lyflæknisfræðileg vandamál og í ákveðnum hópum skurðsjúklinga hafa í mörgum rannsóknum sýnt sig vera minnisskerðing og heilabilun, fyrri saga um óráð, færniskerðing, sjónskerðing, hár aldur og saga um misnotkun áfengis, einnig hafa samverkandi langvinnir sjúkdómar sýnt sig vera áhættuþáttur í ýmsum sjúklingahópum.

Útleysandi orsakaþættir eru samkvæmt , skv. rannsóknum einna helst lyfjaaukaverkanir, áfengis- og lyfjafráhvarf, efnaskiptatruflanir, sýkingar, alvarlegir sjúkdómar og líffærabilanir, ákveðin beinbrot, ýmsar skurðaðgerðir og fjötrar. Listinn er ekki tæmandi.

Óráð hefur verið flokkað í undirflokka eftir birtingarmynd einkenna. Það getur einkennst af vanvirkni (hypoactive) eða ofvirkni (hyperactive) en sumir sjúklingar sýna merki um hvort tveggja.

Sjúklingar með ofvirknieinkenni óráðs geta verið eirðarlausir, órólegir og árásargjarnir en hinir halda sig til baka, eru hljóðir og sofandalegir, enda er þetta stundum kallað þögult óráð. Það getur verið erfitt að greina blandað og þögult óráð, einnig að greina á milli óráðs og heilabilunar (dementia) og sjúklingur getur verið með hvort tveggja.


Þegar óráð er komið er mikilvægt að greina og meðhöndla undirliggjandi orsakir.

Frekari meðferð við óráði má sjá hér: Meðferð við óráði


Myndbönd

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?