Leit
Loka

Rafræn tímarit í séráskrift Bókasafns LSH eru um 600 talsins. Við þann fjölda bætast um 5.500 áskriftartímarit  á ýmsum fræðasviðum sem keypt eru í sameiginlegri landsáskrift beint frá útgefendum í gegnum Landsaðgang. Þá eru ótalin þau tímarit sem keypt eru í landsáskrift í gagnasafninu ProQuest en sameiginleg með þeim langflestum er birtingartöf í 6-12 mánuði frá útgáfudegi.

Tímaritalisti LSH

Listinn veitir aðgang að tímaritum í séráskrift LSH og öllum tímaritum í áskrift í gegnum landsaðgang.  Þá eru einnig aðgengileg hér tímarit í opnum aðgangi (OA)

Þegar tímarit er bæði aðgengilegt beint frá útgefanda í séráskrift LSH eða landsaðgangsáskrift og frá ProQuest með birtingartöf í landssaðgangi eru fleiri en einn tengill sýnilegur. 

 

Rafbækur í áskrift og eign bókasafnsins eru vel yfir 400 talsins, auk yfir 1700 rafbóka á sviði heilbrigðisvísinda í landsaðgangi sem Heilbrigðisvísindabókasafn LSH er stór aðili að.

Leiðir til að finna rafbækur:

  • Rafbókalisti LSH - Listinn veitir aðgang að rafbókum í áskrift og eigu safnsins sem og öllum rafbókum í landsaðgangi og í Directory of Open Access Books
  • Listi yfir rafbækur Ovid - einungis þær bækur sem keyptar eru frá OVID
  • Gegnir/Leitir, bókasafnskerfi - Gegnir veitir upplýsingar um prentuð og rafræn rit og hefur beina tengingu í rafrænu ritin. Til að leita eingöngu í safnkosti Heilbrigðisvísindabókasafnsins skal smella á Velja safn efst á síðunni í Leitir/Gegnir og velja Heilbrigðisvísindabókasafn úr þeim lista sem birtist
  • Einnig má benda á rafbækur Pubmed.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?