Leit
Loka
Tímarit í læknisfræði styðjast oftast við Vancouver staðalinn ( Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals) eða afbrigði af honum en tímarit í sálfræði, hjúkrun og fleiri fræðigreinum miða gjarnan við APA staðalinn (American Pscycological Association).

Athugið að í heimildaskrá er einungis getið um þau verk sem stuðst er við eða vísað er til. Öllum heimildum er raðað í eina heimildaskrá án tillits til forms. Raðað er eftir nafni höfunda (skírnarnafni íslenskra höfunda, eftirnafni erlendra höfunda). Ef upplýsingar um höfund einhverra(r) heimilda(r) vantar er venja að nota fyrsta orð í titli til að raða eftir. Athugið að ekki er raðað eftir erlendum greini eða öðrum smáorðum.

Eftirfarandi slóðir ættu að geta verið góður stuðningur fyrir alla þá sem fást við greinaskrif og rannsóknir:

 

Læknisfræði

Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals (Vancouver reglurnar)
http://www.icmje.org/index.html

Góð dæmi úr reglunum "Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals" frá National Library of Medicine.
http://www.nlm.nih.gov/bsd/uniform_requirements.html

Leiðbeiningar til höfunda um ritun og frágang fræðilegra greina í Læknablaðið
http://www.laeknabladid.is/fragangur-greina/

 

Hjúkrunarfræði, sálfræði og fleiri greinar

APA - Leiðbeiningavefur ritvers Menntavísindasviðs HÍ
http://skrif.hi.is/ritver/ 

The Basics of APA Style. American Psychological Association. Tutorial.
http://www.apastyle.org/learn/tutorials/basics-tutorial.aspx

OWL. Purdue University. Research and Citation Resources. MLA - APA - Chicago
http://owl.english.purdue.edu/owl/section/2/

APA Documentation Guide. University of Wisconsin - Madison
http://writing.wisc.edu/Handbook/DocAPA.html

 

Skammstafanir tímarita

PubMed Journals Database
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/sites/entrez?db=journals

Starfsfólk bókasafnsins býður upp aðstoð við heimildaleitir í gagnasöfnum sem safnið er með í áskrift sem og aðstoð við að leysa vandamál vegna heimildaskráningar í EndNote. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 543 1450 eða netfang bokasafn@landspitali.is
Stafsfólk bókasafnsins býður einstökum deildum innan spítalans að panta stuttar kynningar sem tengjast heimildaöflun og þjónustu safnsins. Kynningarnar geta farið fram á hefðbundnum fræðslu- eða morgunfundum deilda eða í kennslusölum.
Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 543 1450 eða netfang bokasafn@landspitali.is
Sérsniðin námskeið fyrir deildir/hópa

Starfsfólk bókasafnsins býður deildum og/eða hópum starfsfólks að setja upp sérsniðin námskeið þar sem farið er yfir helstu leiðir til upplýsingaöflunar og þá þjónustu sem bókasafnið býður starfsfólki Landspítalans til að styðja það í klínísku starfi og vísindastarfi. Námskeiðin eru sniðin að þörfum og óskum hvers hóps fyrir sig. Nánari upplýsingar í síma 543-1450 og bokasafn@landspitali.is

Á bókasafninu í Eirbergi er kennsluaðstaða þar sem eru 6 tölvur.
Bókasafn LSH þjónar Heilbrigðisvísindasviði HÍ, kennurum og nemendum. Starfsfólk bókasafnsins kemur að kennslu í fjölmörgum námskeiðum innan deilda sviðsins, þar sem kennd er heimildaleit á heilbrigðissviði og meðferð heimilda í heimildaskráningarforritinu EndNote. Kennslan er skipulögð í samráði við kennara og er æskilegast að hún fari fram í tengslum við ritgerðavinnu eða aðra heimildavinnu nemenda.

Kennarar á Heilbrigðisvísindasviði geta pantað kennslu og fengið nánari upplýsingar um fyrirkomulag í síma 543 1450 eða netfanginu bokasafn@landspitali.is
Heimildaskráningarforritið EndNote er aðgengilegt á öllum tölvum Landspítala í gegnum Hugráð.

Nemendur Háskóla Íslands geta sótt EndNote í gegnum tölvuþjónustuna á Uglunni.


EndNote 21

Leiðbeiningar um EndNote 21 má finna á þessari slóð:
https://clarivate.com/webofsciencegroup/support/endnote/


EndNote 20

Leiðbeiningar um notkun EndNote 20 er að finna á þessum slóðum:

7 mínútna myndbandsleiðbeiningar fyrir Windows.

7 mínútna myndbandsleiðbeiningar fyrir macOS.



Fyrir Windows: textaleiðbeiningar á ensku

Fyrir macOS: textaleiðbeiningar á ensku



EndNote X9

Leiðbeiningar um EndNote X9 eru á þessari slóð:

https://clarivate.libguides.com/endnote_training/users/enx9



Fyrir leiðbeiningar eða fræðslu sem varðar EndNote er hægt að hafa samband við Heilbrigðisvísindabókasafnið á bokasafn@landspitali.is
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?