Niðurgangur af völdum bakteríunnar Clostridium difficile
Í þessum bæklingi eru almennar upplýsingar um einkenni og meðferð vegna niðurgangs af völdum bakteríunnar Clostridium difficile.
Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna hvetjum við þig til að leita til hjúkrunarfræðinga og lækna þinna sem munu greiða úr því.
Mataræði getur haft áhrif á einkenni.
Mælt er með því að forðast fæðu sem getur valdið niðurgangi t.d. kaffi, áfengi, mjólkurafurðir og kryddaðan eða feitan mat.
Þér er velkomið að hafa samband við deildina ef eitthvað kemur upp á eftir að heim er komið.
- Landspítali - háskólasjúkrahús
- Skiptiborð - sólarhringsvakt, sími: 543 1000
- Smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi, sími: 543 6770
Hagnýtar upplýsingar
Talið er að allt að 20-40% sjúklinga sem dvelja lengi á sjúkrahúsi geti verið með bakteríuna í ristli.
Ef bakterían nær að fjölga sér og mynda eiturefni er talað um sýkingu.
Sýkingin getur verið af völdum eigin ristilflóru einstaklingsins og kemur hún þá oftast í kjölfar sýklalyfjanotkunar eða að smit hefur borist milli manna.
Bakterían dreifist með snertingu.
Hún myndar harðgera spora eða dvalargró sem geta lifað lengi í umhverfinu (t.d. í fatnaði, rúmfatnaði og á salernum) og borist í fólk.
Smitefnið er í saur og er smithættan mest á meðan fólk er með niðurgang.
- Þar sem bakterían smitast með snertingu er handþvottur áhrifaríkasta leiðin til að hindra dreifingu hennar.
- Sérstaklega er nauðsynlegt að þvo sér um hendurnar með vatni og sápu eftir allar salernisferðir.
- Handspritt er ekki jafnvirkt og handþvotturinn til að fjarlægja sporana (dvalargróin).
- Einkenna verður yfirleitt vart á 4.-9. degi sýklalyfjameðferðar
- Illa lyktandi niðurgangur, sem getur verið slímugur og stöku sinnum blóðugur
- Kviðverkir
- Hiti
- Munnþurrkur, þurrar slímhúðir
- Sýklalyfjameðferð
- Dvöl á sjúkrahúsi og/eða nábýli við sýktan einstakling
- Hár aldur
- Veiklað ónæmiskerfi
Eiturefni bakteríunnar eru greind í saursýni og tekur yfirleitt einn sólarhring að fá niðurstöður.
Einnig er í einstaka tilfellum stuðst við sneiðmynd af kvið og speglanir til greiningar.
Hvenær?
Sjúklingur skal vera í einbýli með sér salerni meðan niðurgangurinn varir.
Hlífðarfatnaður
Allir sem koma inn í stofu til sjúklings með niðurgang eiga að vera með hanska.
Þeir sem annast sjúklinginn þurfa að vera í ermalöngum sloppi og e.t.v. með svuntu.
Þetta er gert til að hindra dreifingu smits.
Við greiningu er yfirleitt hafin sýklalyfjameðferð sem beinist gegn bakteríunni.
Algengasta lyfjameðferðin eru töflur í 10-14 daga en í einstaka tilfellum þarf að gefa lyf í æð.
Meðferð vegna einkenna er stundum nauðsynleg, svo sem vegna þurrks, verkja og veiklaðrar húðar við endaþarm.
Niðurgangur er mjög ertandi fyrir húðina og því þarf að vera á varðbergi gagnvart þessum einkennum.
Oft er notaður áburður með sinki til að verja húðina, en hann hrindir frá raka og ver húðina.
Útgefandi:
Landspítali - Háskólasjúkrahús
Lyflækningasvið I
Lyflækningadeild A7
Ágúst 2006 – 1. útgáfa
Höfundur:
Berglind Guðrún Chu, Hjúkrunarfræðingur
Ábyrgðarmaður:
Stefanía Arnardóttir, Deildarstjóri
Fagleg ráðgjöf:
Magnús Gottfreðsson Yfirlæknir Smitsjúkdómadeildar
Ásdís Elfarsdóttir Sýkingavarnahjúkrunarfræðingur
Sigríður Antonsdóttir Deildarstjóri Sýkingavaradeildar