Lyfjabrunnur fyrir börn
(Port-A-Cath)
Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið fyrir undir húð, vanalega ofarlega á bringunni
Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum
Á hylkinu er himna úr plastefni sem hægt er að stinga í gegnum
Lyfjabrunnur er svo notaður við lyfjagjafir o.fl. og þá losnar sjúklingurinn við endurteknar nálarstungur í bláæð
Lyfjabrunnur er alltaf settur upp í svæfingu á skurðstofu
Gerður er 4–5 cm langur skurður
Þá er stungið á bláæð og slangan þrædd inn og staðsett í röntgenskyggningu
Búinn er til lítill vasi undir húðinni sem lyfjabrunninum er settur í
Aðgerðin tekur um hálfa klukkustund og að henni lokinni er stundum tekin röntgenmynd
Búast má við eymslum á skurðsvæðinu í viku eftir aðgerðina
Flestir þurfa á verkjalyfjum að halda fyrsta sólarhringinn eftir aðgerðina
Mikilvægt er að hafa samband við lækni ef vart verður eftirtalinna einkenna fyrstu dagana eftir aðgerð
- Hiti og kuldahrollur
- Andþyngsli og brjóstverkur
- Bólga á hálsi.
- Bólga í kringum skurðsár og á handlegg þeim megin sem lyfjabrunnurinn er.
- Blæðing frá skurðsári.
Þegar lyfjabrunnurinn er notaður er húðin deyfð með deyfikremi klukkustund áður. Síðan þarf að þvo húðina yfir honum með sótthreinsandi efni áður en stungið er með sérstakri nál í gegnum húðina og himnuna á lyfjabrunninum.
- Sömu nál má hafa í lyfjabrunninum í 7–10 daga
Í lyfjabrunninn er hægt að gefa öll lyf, vökva, næringu og blóðhluta.
Einnig má nota hann til blóðsýnatöku.
Þegar búið er að nota lyfjabrunninn þarf að skola hann fyrst með saltvatni og síðan með blöndu af saltvatni og blóðþynningarefni til að koma í veg fyrir blóðstorknun í honum.
Þegar lyfjabrunnurinn er ekki í stöðugri notkun þarf að skola hann á sama hátt á þriggja mánaða fresti.
Lyfjabrunnurinn getur dugað í nokkur ár og stinga má í hann sinnum allt eftir grófleika nálanna.
Þegar ekki er lengur þörf á lyfjabrunninum er hann fjarlægður í svæfingu.
Algengar spurningar
Nei, hann truflar ekki sneiðmyndir, röntgenmyndir eða segulómanir.
Nei, svo lítið er af málmi í honum að slíkt á ekki að gerast.
Já, eftir að skurðsárið er gróið er allt í lagi að fara í bað og sund.
Ef nálin er í má fara í sturtu en ekki í sund.
Já, lyfjabrunnur hindrar ekki hreyfingar handanna og hefur ekki áhrif á viðbragðsflýti.