Hjartagátt 10D
Dag- og göngudeildarþjónusta fyrir hjartasjúklinga sem eiga fyrirfram bókaðan tíma.
Valdís Anna Garðarsdóttir
Davíð Ottó Arnar
Hafðu samband
Hagnýtar upplýsingar
Hjartagátt (10D og 10W) er á jarðhæð á Landspítala Hringbraut, gengið inn Eiríksgötumegin.
Opið virka daga kl. 07:30-20:00. Neyðarþjónusta er á bráðamóttökunni á Fossvogi.
Sími 543 1000: Skiptiborð spítalans gefur samband við Hjartagátt í völdum tilfellum.
- Sinnir dagdeildar- og göngudeildarþjónustu við hjartasjúklinga
Ef ástand sjúklings er þannig að það krefst læknisskoðunar hið fyrsta er best að koma strax á bráðamóttökuna í Fossvogi eða hringja í 112 og greina frá erindinu.
Ekki er veitt almenn símaráðgjöf á Hjartagátt nema til þeirra sem hafa verið þar eða nýlega á hjartadeild (innan 4 vikna).
Ef ástand sjúklings er þannig að það krefst læknisskoðunar hið fyrsta þá er best að koma strax á bráðamóttökuna í Fossvogi eða hringja í 112 og greina frá erindinu.
Ef ástandið er ekki alvarlegt en þarfnast skoðunar er hægt að leita á eftirfarandi staði:
- Heilsugæslan - Á höfuðborgarsvæðinu er heilsugæslan opin kl. 08:00-16:00 og flestir staðir eru með síðdegismóttöku kl. 16:00-18:00. Ávallt er hægt að fá samband við hjúkrunarfræðing.
- Á landsbyggðinni er heilsugæsluvakt allan sólarhringinn.
- Læknastofa viðkomandi hjartasérfræðings - hringja og panta símatíma.
- Læknavaktin - Opin í Austurveri (Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík) utan dagvinnutíma alla daga. Hægt er að hringja allan sólarhringinn í síma 1770 til að fá ráðgjöf.
Ef erindið varðar lyfjaendurnýjun er vísað á heilsugæsluna / heimilislækni eða stofu viðkomandi hjartalæknis.
- Vegna vottorða hjartalækna þarf að hafa samband við sérgreinaritara hjartadeildar, s. 543 6456.
- Ef bóka þarf tíma í gangráðseftirlit er síminn 543 6031
- Staðsetning gangráðseftirlits er á 14D.
- Ef bóka þarf tíma í áreynslupróf, Holter eða hjartaómun er síminn 543 6152.
Ef erindið varðar biðlista vegna hjartaþræðingar, brennslu eða gangráðsísetningu eru þær upplýsingar gefnar af Guðrúnu Valgeirsdóttur hjúkrunarfræðingi á fimmtudögum kl. 13:00-15:00 í síma 543 6422