07:30-20:00 á föstudögum
Dagdeild skurðlækninga 13D
Tekið á móti sjúklingum sem leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspítala Hringbraut
Hulda Guðrún Valdimarsdóttir
huldagv@landspitali.isHafðu samband
Hagnýtar upplýsingar
Á dagdeild skurðlækninga er tekið á móti sjúklingum sem eru að leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspítala Hringbraut.
Við Hringbraut eru aðgerðir á kviðarholi, þvagfærum, hjarta- og brjóstholi og augum.
Sjúklingar koma á deildina að morgni aðgerðardags og þar fer fram undirbúningur fyrir aðgerð. Sjúklingar sem ekki þarfnast innlagnar á legudeild eftir aðgerð koma aftur á dagdeildina eftir skurðaðgerðina til að jafna sig áður en þeir útskrifast heim. Aðrir sjúklingar fara á legudeildir eftir aðgerð.
Dagdeildin tekur einnig við sjúklingum sem leitað hafa á bráðamóttöku í Fossvogi og þurfa frekari skoðun og mat. Margir útskrifast heim að kvöldi en aðrir þarfnast bráðrar skurðaðgerðar og leggjast í framhaldinu inn á legudeild.
Á dagdeild koma einnig þeir sjúklingar sem þurfa á styttri meðferð að halda og geta farið heim samdægurs, til dæmis eftir lyfjagjöf, verkjameðferð, ástungur og aftöppun á vökva í kviðarholi.
Atriði sem vert er að hafa í huga um notkun á Netinu:
- Talið ekki um aðra sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi
- Setjið ekki inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi
- Setjið ekki upplýsingar úr sjúkraskrá á Netið
- Virðið friðhelgi einkalífsins og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi
Ástungur
Hjarta- og lungnalækningar
- Vírataka úr bringubeini
Kviðarhols- og brjóstaskurðlækningar
- Bakflæðisaðgerð
- Botnlangataka
- Eitlataka
- Gallblöðrutaka
- Hægðaleki - meðferð með Solesta
- Kviðslit í nafla
- Kviðslit í nára
- Kviðslit í öri eða kviðvegg
- Kviðslit í öri eða kviðvegg - útskriftarfræðsla
- Lyfjabrunnur
- Ristilpokabólga
- Skurðaðgerð vegna innri gyllinæðar
- Tvíburabróðir
Þvagfæralækningar
- Brottnám á blöðruhálskirtli
- Brottnám eista
- Heflun á blöðruhálskirtli
- Ísetning stoðleggs milli nýra- og þvagblöðru (JJ)
- Laseraðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli
- Sýni eða æxli fjarlægt úr þvagblöðru
- Slanga sett í nýra
- Stuðningur við þvagrás (TVT)
- Stuðningur við þvagrás - útskriftarfræðsla
- Þvagblöðruspeglun
- Þvagleggur settur í gegn um kviðvegg
- Vökvi fjarlægður úr pung