Gjörgæsla og vöknun
Meðferð og eftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar
Hafðu samband
Hér erum við
Gjörgæsludeildir eru starfræktar bæði á Landspítala Hringbraut og í Fossvogi
Hagnýtar upplýsingar
Gjörgæsludeild 12B á Landspítala á Hringbraut þjónar skjólstæðingum á öllu landinu. Á deildinni er veitt sérhæfð gjörgæslumeðferð fyrir bæði fullorðna og börn vegna alvarlegra veikinda. Má þar nefna sérhæfða gjörgæslumeðferð eftir hjartastopp, eftir hjartaaðgerðir og vegna meðferðar með hjarta- og lungnavél (ECMO). Á deildinni er rými fyrir allt að 10 sjúklinga, bæði fjölbýli og einbýli. Einnig eru á deildinni tvö herbergi fyrir aðstandendur og er frjáls heimsóknartími og reynt að koma til móts við þarfir aðstandenda eins og hægt er.
Á gjörgæsludeild E6 á Landspítala í Fossvogi dvelja sjúklingar sem þarfnast sérhæfðrar gjörgæslumeðferðar og stöðugs eftirlits í lengri eða skemmri tíma vegna alvarlegra veikinda og slysa. Deildin þjónar öllu landinu, bæði fullorðnum og börnum.
Aðstaða á deildinni er annars vegar í stórum sal með sex sjúkrarúmum og hins vegar í þremur einbýlum. Herbergin eru mismunandi að stærð og hafa hvert sína sérstöðu.
Sjá nánar:
Upplýsingarit gjörgæsludeildar E6 í Fossvogi
Oddział intensywnej opieki medycznej E6 w Fossvogur (pólska)
Í Fossvogi
Sími: 543 1000
Heimsóknartímar eru kl. 13:00-20:00 og eftir samkomulagi
Hjúkrunardeildarstjóri
Þóra Gunnlaugsdóttir
thoragu@landspitali.is
Yfirlæknir
Kristinn Sigvaldason
krisig@landspitali.is
Við Hringbraut
Sími: 5431000
Heimsóknartími: Eftir samkomulagi
Hjúkrunardeildarstjóri
Árni Már Haraldsson
arnimh@landspitali.is
Yfirlæknir
Kári Hreinsson
karih@landspitali.is
Sigurbergur Kárason
skarason@landspitali.is
Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi gjörgæsludeildanna en þar fer fram skammtímaeftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar. Heimsóknir eru aðeins í boði með sérstöku leyfi.
Í Fossvogi
Aðsetur: Aðalbygging Fossvogi, 6 .hæð – E álma
Símanúmer 543 7905 og 543 7906
Hjúkrunardeildarstjóri
Þóra Gunnlaugsdóttir
thoragu@landspitali.is
Yfirlæknir
Kristinn Sigvaldason
krisig@landspitali.is
Við Hringbraut
Aðsetur: Aðalbygging Hringbraut, 2. hæð – A álma
Símanúmer: 543 7220
Hjúkrunardeildarstjóri
Árni Már Haraldsson
arnimh@landspitali.is
Yfirlæknar
Kári Hreinsson
karih@landspitali.is
Sigurbergur Kárason
skarason@landspitali.is
Á kvennadeild
Aðsetur: Kvennadeild 3. hæð – A álma
Símanúmer: 543 3246
Hjúkrunardeildarstjóri
Árni Már Haraldsson
arnimh@landspitali.is
Yfirlæknir
Sveinn Geir Einarsson
Lind - styrktarsjóður gjörgæsludeildar 12B á Landspítala Hringbraut
- Markmið sjóðsins er að bæta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda
- Reikningsnúmer er 0513-26-002350 og kennitalan 651012-0740
Von - styrktarfélag er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar á Landspítala Fossvogi
- Hægt er að styrkja starfsemi Vonar meðal annars með því að kaupa minningarkort og tækifæriskort
- Á vef Vonar eru upplýsingar um styrktarleiðir, félagið og verkefnin