Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Inflúensa er veirusjúkdómur í öndunarfærum sem gengur í árvissum faröldrum oftast um miðjan vetur.

Sjúkdómurinn er yfirleitt mildur en ýmsar sýkingar geta komið í kjölfar hans, svo sem lungnabólga, berkjubólga o.fl.

Áhættuþættir

Áhættuþættir eru til dæmis:

  • Ungur aldur
  • Öldrun
  • Ónæmisbæling
  • Langvinnir sjúkdómar

Staðbundin einkenni eru:

  • Nefrennsli
  • Hnerri
  • Særindi í hálsi
  •  Sár og þurr hósti
  • Takverkur fyrir brjósti

Almenn einkenni eru:

  • Hár líkamshiti
  • Höfuðverkur, beinverkir og vöðvaverkir
  • Slappleiki

Veiran berst milli manna með dropasmiti við hósta eða hnerra og með snertismiti (með höndum sem snerta mengaða hluti og síðan munn eða nef).

Sjúklingar geta verið smitandi í sólahring áður en einkennin koma fram og í allt að 3 - 5 daga eftir að veikindin byrja .

Börn geta verið smitandi lengur en í viku frá því að þau veikjast.

Til að sporna við smiti er mjög mikilvægt að fólk hylji nef og munn þegar það hóstar og hnerrar og þvoi og sótthreinsi hendurnar eftir snertingu við vessa sem berast frá nefi og munni.

Hægt er að greina sjúkdóminn með sýnatöku frá nefi eða hálsi.

Skyndipróf geta leitt til bráðabirgðaniðurstöðu samdægurs en ræktun tekur nokkra daga.

Sjúklingurinn er einn á stofu vegna hættu á smiti.

Ef hann þarf að yfirgefa stofuna af einhverjum ástæðum, svo sem vegna rannsókna þarf hann að vera með grímu fyrir vitum sér.

Starfsfólk og gestir sem fara inn í herbergið þurfa líka að vera með grímu og hanska og í vissum tilfellum í sloppum.

Lyf geta stytt veikindatímabilið ef meðferðin hefst innan 48 klst frá því að einkennin byrjuðu.

Gefin eru lyf við einkennum, t.d. verkjalyf og hitalækkandi lyf.

Mikilvægt er að drekka vel vegna hitans, helst tvo til þrjá lítra á sólahring til þess að koma í veg fyrir að sjúklingurinn þorni upp.

Mælt er með bólusetningu gegn inflúensu fyrir aldraða, einstaklinga með veiklað ónæmiskerfi, heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem umgangast einstaklinga í áhættuhópi.

Bóluefnið getur valdið mildum einkennum flensunnar, en yfirleitt er aðeins um staðbundin einkenni eftir sprautuna að ræða.

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir eggjahvítuefnum eða öðrum innihaldsefnum bóluefnisins mega ekki fá bólusetningu.

Fólk getur fengið einkenni inflúensu þrátt fyrir bólusetningu.

Þá verða einkenni sjúkdómsins oftast mildari en hjá þeim sem ekki voru bólusettir.

Þér er velkomið að hafa samband við deildina ef eitthvað kemur upp á eftir að heim er komið.

Útgefandi:
Landspítali - Háskólasjúkrahús
Lyflækningasvið I
Lyflækningadeild A7
Ágúst2006 – 1. Útgáfa


Höfundur og ábyrgðarmaður:

Berglind Guðrún Chu, Hjúkrunarfræðingur A7

Fagleg ráðgjöf:
Stefanía Arnardóttir, deildarstjóri A7
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar
Ásdís Elfarsdóttir og Ólöf Másdóttir, sýkingavaradeild

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?