Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

  • Þverskurður af nýra. Börkur,mergurn, nýrnastrýta, nýrnaskjóða (meginsafnrás), nýrna hýði og þvagpípaBörkur – ytri hluti
  • Mergur – innri hluti

Mergurinn tengist nýrnaskjóðu en þaðan rennur fullmyndað þvag í þvagpípu.

Í hvoru nýra eru rúmlega milljón nýrungar en það eru starfseiningar nýrna.

Nýrnaslagæð liggur til nýrna og grein frá henni liggur til hvers nýrungs.  Æðar frá nýrungum sameinast svo aftur í nýrnabláæð.

Síun fer fram í gauklinum (e. glomerulus) sem samanstendur af háræðahnykli sem liggur milli aðfærandi og fráfærandi slagæðlinga og er gaukulinn umlukinn Bowmans hylki.

Æðaþel gaukulsins er mjög gegndræpt og hleypir vökva, söltum og litlum próteinum í gegnum sig.

Nýrun sía um 180 lítra af frumþvagi á dag og er mestur hluti þess enduruppsoginn í píplunum, þannig að endanlegur þvagútskilnaður verður aðeins um 2 lítrar á dag.

Nýrnabilun (e. uremia) er sjúkdómsástand þegar nýrun geta ekki sinnt hlutverki sínu og líkaminn losnar ekki við umframvökva og úrgangsefni. 
Nýrnabilun getur verið bráð, langvinn og lokastigs.  

Langvinnum nýrnasjúkdómi er skipt í fimm stig eftir starfshæfni nýrna.

  • Stig 1 er skilgreint sem eðlilegur gaukulsíunarhraði (GSH) eða yfir 90 ml/mín./1,73 m2
  • Stig 5 telst vera lokastigsnýrnabilun, en þá er GSH kominn niður fyrir 15 ml/mín./1,73 m2

Teikning af nýrum. Bláæða og slagæð sýnd ásamt þvagleiðara, þvagblöðru og þvagrás.

Þegar einstaklingur greinist með sjúkdóm í nýrum er oft hægt að meðhöndla sjúkdóm og einkenni með lyfjum.

Meðferð langvinns nýrnasjúkdóms beinist einkum að því að seinka eða koma í veg fyrir hnignun á nýrnastarfsemi og þar með að langvinnur nýrnasjúkdómur fari yfir í lokastigsnýrnabilun. 

Nýrnabilun á lokastigi er lífshættulegt ástand, nýrun verða óstarfhæf, hætta að útskilja þvag og nýrnavefurinn skemmist varanlega.  Nýgengi nýrnabilunar á lokastigi hefur aukist jafnt og þétt um allan heim á undanförnum áratugum.

Einstaklingur með lokastigsnýrnabilun þarf annað hvort á skilunarmeðferð að halda eða ígrætt nýra.

Algengustu orsakir lokastigsnýrnabilunar á Íslandi eru gauklabólga (e. glomerulonephritis) og langvinn millivefsnýrnabólga.

Aðrar algengustu orsakir lokastigsnýrnabilunar eru arfgengur blöðrunýrnasjúkdómur, hækkaður blóðþrýstingur, sykursýki og nýrnaæðasjúkdómur.

Sýkingar og lyf geta valdið nýrnaskemmdum og jafnvel nýrnabilun.


 
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?