Tvöföld blóðflöguhemjandi meðferð, sem alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með eftir kransæðahjáveituaðgerð, reynist ekki bæta horfur sjúklinga einu ári eftir aðgerð umfram það sem hjartamagnýl eitt og sér gerir. Raunar tvöfaldar sú meðferð líkurnar á alvarlegum blæðingum hjá sjúklingum. Þetta sýnir ný norræn rannsókn sem náði til yfir 2.000 sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeildum 22 sjúkrahúsa á Norðurlöndum.
Í apríl á síðasta ári var gervigreind innleidd á meinafræðideild Landspítala við Hringbraut til að finna og greina afbrigðilegar frumur í frumusýnum teknum frá leghálsi, svonefnd ThinPrep sýni. Flest þessara ThinPrep sýna eru tekin við skipulagða skimun fyrir forstigsbreytingum í leghálsi.
Mánudaginn 8. september sl. hófst námskeiðið Áhrifarík forysta, valdeflandi starfsumhverfi og vellíðan fyrir 40 deildarstjóra hjúkrunar á Landspítala.
Spítalapúlsinn er fréttabréf Landspítala sem kemur út mánaðarlega.
Þann 8. september sl. var alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara. Dagurinn markar einingu og samstöðu í samfélagi sjúkraþjálfara sem á þessum degi vilja vekja sérstaka athygli á störfum sínum.
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag, 10. september.
Ný vísindarannsókn, sem var unnin af heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health og hjartadeild Landspítala á sjúklingum með hjartabilun, sýndi að sjúklingar voru mjög jákvæðir gagnvart fjarvöktun og lífsstílshvetjandi smáforriti sem var prófað á göngudeild hjartabilunar á Landspítala.
Í dag, 8. september, er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara.
Í lok júlí birtist greinin Changing Incidence, Aetiology and Outcomes of Prosthetic Joint Infections: A Population-Based Study in Iceland í tímaritinu Journal of Clinical Medicine. Í greininni er fjallað um algengi sýkinga í gerviliðum á Íslandi og byggir hún á rannsókn á öllum þeim sem fengu gerviliði á Íslandi á árunum 2003-2020.
Geðgjörgæsla Landspítala hefur fengið viðurkenningu Lífsbrúar fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna á Íslandi.
Forstjóri hefur ákveðið í samráði við Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga, að hann snúi til baka úr leyfi þann 1. desember næstkomandi.
10. júlí síðastliðinn var haldið þakkarboð fyrir gefendur af nýju rannsóknartæki.
Landspítali notar vafrakökur m.a. til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun
Nánar um vafrakökunotkun