Átröskunarteymi BUGL
Átröskunarteymið er sérhæft teymi göngudeildar sem sinnir greiningu og meðferð hjá börnum eða unglingum.
Hvernig er best að ná í okkur?
Teymið er staðsett á göngudeild BUGL við Dalbraut 12, 105 reykjavík
Ef grunur er um átröskun, vinsamlegast hafið samband við heilsugæslu.
Hagnýtar upplýsingar
Átröskunarteymið veitir bæði greiningu og meðferð.
Meðferðin miðar að því að hjálpa barni/unglingi að takast á við veikindin með stuðningi foreldra og fagfólks
Lögð er áhersla á að barnið og foreldrarnir læri nýjar og betri leiðir til að takast á við átröskunina og fái betri innsýn í hvaða þættir hindra bata.
Leitast er við að efla sjálfsmynd, líkamsmynd, félagslega færni og samskipti í fjölskyldu í því skyni að bæta líðan og lífsgæði til lengri tíma.