Næringarstofa
Starfsmenn Næringarstofu veita einstaklingsbundna ráðgjöf og næringarmeðferð sem tekur mið af sjúkdómsástandi og næringarástandi. Næringarfræðingar vinna einnig í samvinnu við aðrar fagstéttir og bjóða upp á fræðslu fyrir skjólstæðinga spítalans og heilbrigðisstarfsfólk. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á Næringarstofu í samstarfi við Háskóla Íslands.
Veitt er sérhæfð næringarmeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga og á göngudeildum Landspítala.
Almennt er ekki tekið við beiðnum um næringarmeðferð fyrir sjúklinga utan Landspítala. Næringarstofa sinnir þó tilvísunum eða beiðnum frá læknum utan spítala ef um sérhæfða næringarmeðferð er að ræða og sérfræðiþekkingu skortir utan Landspítala. Ekki er hægt að hringja og bóka tíma án beiðni frá lækni.
Deildarstjóri: Áróra Rós Ingadóttir
Aðstoðardeildarstjóri: Bryndís Elfa Gunnarsdóttir
- Bólgusjúkdómar í meltingarvegi - ráðleggingar um mataræði
- COVID-19 - vandamál við næringu fullorðinna
- Eldra fólk - ráðleggingar um mataræði
- Fosfatskert fæði
- Fæðuval og mataræði - mikilvægt fyrir heilsu og líðan
- Kalíumskert fæði
- Kolvetnalisti - kolvetnainnihald í matvörum
- Kolvetnatalning fyrir fullorðna
- Mataræði eftir efnaskiptaaðgerð
- Mataræði fyrir efnaskiptaaðgerð
- Mataræði eftir skurðaðgerð í efri hluta meltingarvegar
- Mataræði eftir skurðaðgerð í neðri hluta meltingarvegar
- Meðgöngusykursýki - ráðleggingar um mataræði
- Næring inniliggjandi sjúklinga með COVID-19
- Næring og máltíðir sjúklinga
- Orku- og próteinríkt fæði
- Ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk (ætlað fagfólki og öðrum umönnunaraðilum)
- Saltskert fæði
- Skert nýrnastarfsemi - ráðleggingar um mataræði
- Skurðaðgerð á ristli
- Sturttæming maga - ráðleggingar um mataræði
- Svengdar- og seddukvarðinn
- Próteinskert fæði