Teigur - Dagdeild geð- og fíknisjúkdóma
Teigur, Dagdeild fíknimeðferðar Dagdeildin Teigur sinnir einstaklingum með tvíþættan vanda, það er vímuefnavanda auk annars geðræns vanda. Meðferðin á Teigi er fyrir einstaklinga sem hafa hætt notkun vímugjafa og stefna að áframhaldandi edrúmennsku.
Birna Óskarsdóttir
Guðrún Dóra Bjarnadóttir
Hafðu samband
Hér erum við
Landspítali Hringbraut - Geðdeildarbygging, 1. hæð gangur A
Hagnýtar upplýsingar
Geðdeildarbyggin við Hringbraut - Google kort
Bílastæði: Upplýsingar um bílastæði við Hringbraut
Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.
Meðferðin á Teigi er fimm vikna löng þar sem einstaklingar mæta á hverjum virkum degi frá klukkan 10-12. Á deildinni starfa sálfræðingar og áfengisráðgjafi en auk þess koma hjúkrunarfræðingar, læknar og félagsráðgjafar að málum ef við á.
Á deildinni er lögð mikil áhersla á að greina og kortleggja sem best heildarvanda þeirra sem sækja þjónustuna og veita eftir fremsta megni meðferð við því sem talið er að hindrað geti einstaklinginn í að ná að byggja upp líf án vímugjafa.
Meðferðin á Teigi byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar þar sem bæði er unnið með vímuefnavandann og annan tilfinningavanda. Grunnhugmynd hugrænnar atferlismeðferðar er að hafa megi áhrif á líðan og tilfinningar með því að vinna með hugsanir og hegðun.
Meðferðin er hópmeðferð þar sem sálfræðingar og áfengisráðgjafi sjá um dagskrá hóptímanna. Auk þess hafa allir sinn einstaklingsmeðferðaraðila sem þeir hitta í vikulegum viðtölum meðan á meðferðinni stendur.
Ferlið inn í meðferðina:
Deildin tekur við tilvísunum meðal annars frá bráðamóttökum Landspítala, öðrum deildum spítalans, öðrum heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi fagaðilum, barnavernd og félagsþjónustu sveitarfélaga og Virk starfsendurhæfingu.
Meðferðin á Teigi er fyrir einstaklinga sem hafa tekið ákvörðun um að stöðva sína vímuefnanotkun og stefna að edrúmennsku. Fyrsta skrefið er því að stöðva notkunina. Það er misjafnt hvernig einstaklingar bera sig að við það. En mikilvægt er að hafa í huga að á Teigi er ekki veitt fráhvarfsmeðferð.
Þegar beiðni hefur verið samþykkt inn á Teig er einstaklingi fyrst boðið að koma í einstaklingsviðtal. Í framhaldi byrjar hann að mæta í undirbúningshóp/grunnhóp. Sá hópur er tvisvar í viku, klukkutíma í senn. Einstaklingar mæta í þann hóp þar til röðin kemur að þeim að hefja meðferðina sjálfa, en biðtími eftir henni er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. Meðferðin sjálf á Teigi er fimm vikna löng þar sem einstaklingar mæta á hverjum virkum degi frá klukkan 10-12 Meðan einstaklingar eru í undirbúningshópnum og í meðferðinni áTeigi, fá þeir samhliða einstaklingsviðtöl hjá sínum meðferðaðila til að styðja við edrúmennsku.
Við lok meðferðarinnar er reynt að kortleggja sem best hvað hefur áunnist í meðferðinni og hvaða frekari þjónustu einstaklingurinn þarf og hvar sú þjónusta ætti að fara fram. Í sumum tilvikum halda einstaklingar áfram í einstaklingsmeðferð hjá sínum meðferðaraðila.
Öllum sem ljúka meðferð á Teigi stendur til boða tólf vikna vikulegur stuðningur í hóp.
Ferlið á Teigi- samantekt:
- Beiðni um meðferð samþykkt
- Fyrsta einstaklingsviðtal
- Undirbúningshópur/grunnhópur: tvisvar í viku, klukkutíma í senn þar til röðin kemur að því að hefja meðferðina sjálfa, yfirleitt tvær til þrjár vikur
- Dagdeildarmeðferð á Teigi: alla virka daga kl 10 – 12 í fimm vikur
- Regluleg einstaklingsviðtöl samhliða hópmeðferðinni, bæði í undirbúningshóp og í dagdeildarmeðferðinni sjálfri.
- Eftir meðferðina: vikulegur stuðningur í hóp í tólf vikur
Mikilvægt er að mæting sé góð í meðferðina svo hún komi að fullu gagni!
Stefnt er að áframhaldandi edrúmennsku.
Ekki er veitt fráhvarfsmeðferð á Teigi.
Meðferðin á Teigi er fimm vikur, alla virka daga frá 10 -12.