Að undirbúa barn fyrir sjúkrahúsinnlögn
Markmiðið með undirbúningi er að foreldri og barn finni til öryggis og geti betur aðlagast aðstæðum í ókunnu umhverfi.
Hvert barn er einstakt og mikilvægt að taka tillit til þess að þau bregðast misjafnlega við. Starfsfólk barnadeilda vill draga eins og hægt er úr kvíða og óöryggi með því að veita sem bestar upplýsingar og fræðslu.
Foreldri þekkir barnið sitt best.
Hagnýtar upplýsingar
Við leitumst við að koma til móts við þarfir foreldra ungra barna vegna fyrirhugaðra aðgerða eða rannsókna með því að:
- Hlusta á foreldrana, gefa upplýsingar og fræða um það sem framundan er
- Veita stuðning og hlýju og draga eins og hægt er úr kvíða og óöryggi.
Börn á þessum aldri óttast aðskilnað frá foreldri og fjölskyldu.
- Mikilvægt er því fyrir barnið að mamma eða pabbi verði alltaf til staðar
- Ekki er ráðlegt að tala um innlögn með löngum fyrirvara
- 1-2 dögum fyrir innlögn er gott að tala við barnið um Barnaspítalann og starfsfólkið á jákvæðan hátt, og tengja það því sem þarf að gera
- Barnið er að þróa samskipti við marga og vinna úr þeim
- Mikilvægt er að fá að tjá með orðum og í leik það sem gert er hverju sinni
- Börn á þessum aldri kvíða ekki framtíðinni, þau eru mjög sjálfmiðuð og taka einn dag í einu
Börn eru sífellt að auka leikni sína og þekkingu, á þessum aldri kanna þau sjálfstæði sitt og læra að bregðast við hrósi, gagnrýni og stuðningi.
- Mikilvægt er því að leggja áherslu á að segja satt og rétt frá
- Það er líka mikilvægt að mamma eða pabbi séu með þegar barnið leggst inn á sjúkrahús
- Einnig er nauðsynlegt að virða þörf barnsins fyrir fræðslu og undirbúning
- Það þarf að fá að tjá sig og koma með spurningar og fá svör við “af hverju” á jákvæðan hátt
Mikilvægt er að tilheyra fjölskyldu og vita að mamma eða pabbi eru með og styðja.
- Undirbúningur miðast við þroska barnsins og getu til að vinna úr þeim upplýsingum sem það fær
- Börn á þessum aldri eignast fyrirmyndir, ávinna sér leikni og þekkingu og fást við ótta og langanir
- Þess vegna er mikilvægt að fræða þau og svara spurningum eins og hægt er
- Þau gera sér grein fyrir því að fullorðnir geta gert mistök og tengja til dæmis raunveruleikann oft því sem þau sjá í sjónvarpi
Mikilvægt er að foreldri veiti stuðning.
- Undirbúningur og fræðsla fyrir innlögn þarf að vera í samvinnu við barnið sjálft eins og kostur er
- Taka þarf tillit til þroska þess og getu til að takast á við upplýsingarnar
- Það þarf að gefa barninu kost á að spyrja spurninga og tjá sig og virða upplifun þess og tilfinningar