Leit
LokaGæðamál
Örugg og árangursrík þjónusta er höfuðmarkmið Landspítala og endurspeglast í stefnu og starfsáætlun Landspítala og gæðastefnu spítalans. Til að tryggja gæði eru árangursmælingar og virk gæðastýring ástunduð. Stuðst er við aðferðafræði gæðastjórnunar í umbótastarfi. Lærdómur er dreginn af atvikum sem koma upp og ábendingar nýttar til umbóta.
Örugg þjónusta
- Umbætur eru stöðugar því ávallt er hægt að gera betur.
- Sett eru markmið í starfseminni og þeim fylgt eftir með skilgreindum árangursmælingum.
- Úrvinnsla atvika er skv. skilgreindu verklagi.
- Ábendingar sjúklinga og starfsmanna eru nýttar til umbóta.
- Gegnsæi og opin umræða er hér lykilatriði. Öryggismenning er þannig styrkt í sessi.
Áhættustýring til að fyrirbyggja og forgangsraða
- Tölvukerfi, ferlar, verklag og skipulag eru í sífelldri þróun svo þau styðji sem best við starfsmenn, komi í veg fyrir villur og vari við ef öryggi sjúklinga eða starfsmanna er ógnað.
- Áhætta í starfsemi er metin daglega á stöðumatsfundum á öllum starfseiningum og spítalanum í heild til að tryggja öryggi og forgangsraða verkefnum.
- Tækifærum til úrbóta er forgangsraðað út frá áhættumati.
- Samræmt, skjalfest verklag
- Besta þekking er höfð að leiðarljósi.
- Verklag er samræmt eins og kostur er og byggir á gagnreyndri þekkingu.
- Verklag er skjalfest í gæðahandbók Landspítala sem er aðgengileg öllum starfsmönnum.