Leit
Loka

Spurt og svarað um COVID-19

Meðganga, fæðing, sængurlega, brjóstagjöf og nýburinn

 

 

 

Meðganga

Barnshafandi konur eru jafn líklegar og aðrir að smitast af COVID-19. Flestar konur fá mjög væg eða engin eikenni en veiran getur þó valdið alvarlegri sjúkdómi í þungun með hærri tíðni innlagna á gjörgæsludeild. Yfirleitt hefur sýkingin ekki nein áhrif á ófædda barnið né á nýburann eftir fæðingu og virðist ekki valda fósturláti. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á aðeins hærri tíðni fæðinga fyrir tímann og andvana fæðinga. Þetta er að öllum líkindum vegna bólguáhrifa í fylgju. Til að reyna að draga úr þessari áhættu fylgjast ljósmæður og læknar með sýkingareinkennum og meta hvort setja þurfi inn sérhæft eftirlit eða rannsóknir. Mesta vörnin gegn alvarlegum afleiðingum fyrir móður og barn fæst með bólusetningu.

Allt bendir til þess að barn smitist ekki í móðurkviði.
Já, þær ættu að gera það. Frá 36. viku meðgöngu er æskilegt að halda sig sem mest heima. Ástæðan er bæði til að minnka líkur á því að smitast sjálf og til að draga
úr líkum á því að smita heilbrigðisstarfsfólk. Það er mikilvægt að vernda starfsemi fæðingarþjónustu eins og hægt er og minnka líkur á því að kona sé smituð þegar hún kemur í fæðingu.

 

Fæðing

  • Smit ætti ekki að hafa áhrif á fæðingarmáta nema ef kona er mjög veik og með mikla öndunarerfiðleika.
  • Mælt er með fæðingu á sjúkrahúsi.
  • Starfsfólk er klætt í meiri hlífðarbúnað en venjulega. 

 

Brjóstagjöf

COVID-19 hefur enn ekki greinst í brjóstamjólk en mögulega getur barn smitast af móður við þá nánd sem brjóstagjöf felur í sér.

Nokkrar leiðir eru til að draga úr smiti frá móður til barns:

  • Góður handþvottur og handsprittun fyrir snertingu barns
  • Vera með grímu við brjóstagjöf. Nota mjaltavél og fá aðstoð frá frískum til að gefa barninu móðurmjólk.
  • Ef mjaltavél er notuð þarf að huga vel að handþvotti og hreinlæti við notkun vélarinnar.

Það er líklegast að jákvæð áhrif brjóstagjafar á heilsufar barnsins vegi þyngra en möguleg áhætta

Það hafa ekki komið fram upplýsingar um að COVID-19 veiran hafi áhrif á mjólkurframleiðslu. Líklegast er að eftirspurnin stjórni framboðinu eins og venjulega.

 

Samvera eftir fæðingu

Ef barn smitaðrar móður fer á Vökudeild þá getur móðirin því miður ekki farið til barnsins þangað.
Það eru svolítið misvísandi upplýsingar um þetta. Aðskilnaður móður og barns er róttæk aðgerð sem hefur neikvæð áhrifa á fæðugjöf og tengslamyndun. Slík ráðlegging þarf að byggja á góðri þekkingu. Á Landspítala hefur verið ákveðið að fylgja breskum leiðbeiningum og ráðleggja ekki aðskilnað móður og barns nema barn þurfi innlögn á Vökudeild.

 

Heimaþjónusta

Það er ekki gert ráð fyrir breytingu á heimaþjónustu ljósmæðra en ef margar ljósmæður veikjast eða fara í sóttkví er mögulegt að þjónustan skerðist.
Flestir sem sýkjast af COVID-19 þurfa ekki að dvelja á sjúkrahúsi vegna þess og því er líklegt að það gildi einnig um konu og barn eftir fæðingu. Það er því líklegt að kona og barn geti útskrifast heim af sjúkrahúsi eftir 36-48 tíma frá fæðingu og fengið heimaþjónustu.

 

Nýburinn

Almennt er ráðlagt að takmarka heimsóknir til nýfæddra barna, bæði á sjúkrahús og heimili. Á sjúkrahúsum eru heimsóknir almennt ekki leyfðar á meðan faraldurinn gengur yfir.

! Til aðstandenda í COVID-19 faraldri

  • Ekki koma á spítalann ef þú ert með COVID-19 smit eða hefur einhver merki sýkingar svo sem kvef, hita, hósta eða beinverki eða ef þú ert í sóttkví.
  • Sprittaðu hendur við komu á deild.
  • Fylgdu leiðbeiningum starfsfólks sem gefur upplýsingar um hvernig á að fylgja sóttvarnarreglum.
  • Virðum 2ja metra fjarlægðarviðmið. Gott er að víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu eða barni.
  • Ekki nota sameiginleg rými s.s. kaffistofu eða salerni nema brýna nauðsyn beri til.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?