Sérþjónusta - Grensás
Fjölbreytt þjónusta er í boði á Grensásdeild.
Kynntu þér starfsemina sem er í boði.
Ef þú hefur spurningar varðandi þá þjónustu sem býðst getur þú talað við meðferðaraðila eða húkrunarfræðing.
Hagnýtar upplýsingar
Opið kl. 8:00-16:00 virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 543 9319 og 543 9606
Við bjóðum upp á sérhannaða þjálfunarlaug með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Sundlaugin er 17 metra löng og 10 metra breið.
Dýpt er 1-2 metrar. Hitastig vatnsins er um 33°C.
Tveir heitir pottar með vatnsnuddi eru við laugina.
Laugin er notuð bæði fyrir einstaklings- og hópmeðferðir.
Starfræktir eru vatnsleikfimihópar, jafnt fyrir inniliggjandi sjúklinga og göngudeildarsjúklinga.
Einstaklingsmeðferð er eingöngu í boði fyrir sjúklinga deildarinnar.
Laugin er einnig leigð út til félagasamtaka og einstaklinga.
Til að greina vanda einstaklinga í daglegu lífi þarf stundum að skoða umhverfi þeirra.
Iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari gera heimilisathugun í því skyni að meta hvort og hvaða hindranir eru á heimili fólks og veita ráðgjöf og aðstoð við að útvega hjálpartæki sem lið í undirbúningi útskriftar.
Akstur bifreiðar er mikilvægur þáttur í lífi flestra. Eftir slys eða veikindi getur færni til aksturs skerst verulega.
Mat á slíkri færni er hluti af þeirri þjónustu sem veitt er á endurhæfingardeild. Færnimatið byggir í grunninn á mati læknis og þeim upplýsingum sem fyrir liggja um ástand sjúklings og mati meðferðaraðila.
Tilgangur matsins er tvíþættur.
- Annars vegar ef grunur er um skerta heilastarfssemi sem hafi áhrif á getu til að stjórna ökutæki af öryggi
- Hins vegar þegar finna þarf hentug hjálpartæki sem gera einstaklingi kleift að aka bifreið
Ef vafi leikur á um getu einstaklings til að stjórna bifreið vegna skertrar heilastarfsemi er ávallt stuðst við taugasálfræðilegt mat.
Metnir eru margvíslegir þættir eins og athygli, viðbrögð, úthald og hugrænn hraði.
Meti læknir að tilefni sé til akstursprófunar fer hún fram undir umsjá ökukennara og iðjuþjálfa. Eingöngu er sinnt ökumati fyrir þá einstaklinga sem eru í meðferð á deildinni.
Í sumum tilfellum er um eftirfylgd að ræða.
Ekki er hægt sinna öðrum beiðnum um slíkt ökumat.
Deildin hefur þó um árabil sinnt mati á ökufærni, t.d. hjálpartækjaþörf ungs fatlaðs fólks sem hyggst hefja akstur í fyrsta sinn, samkvæmt samningi við Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands.
Rafspelka er raförvunartæki sem notað er til að örva vöðva og leiðrétta þar með göngulag.
Tækin eru eign Sjúkratrygginga Íslands
Sjúkraþjálfarar kenna á tækin og hafa alla umsjón.
Kostnaður við leigu:
- 7.000 krónur skilatryggingagjald
- 1.500 krónur blöðkur
- Komugjald til sjúkraþjálfara
Líkamsræktarhópar fyrir einstaklinga með mænuskaða og eftir heilablóðfall eru starfræktir frá september til júní.
- Mænuskaðahópur er á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:30-17:00
- Heilablóðfallshópur er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:30-17:00
Tveir sjúkraþjálfarar sinna hvorum hópi.
Einstaklingar sem koma í þessa hópa þurfa ekki beiðni frá lækni en koma í samráði við sjúkraþjálfarana. Námskeiðsgjald er greitt fyrir 2 mánuði í senn. Samtals eru 5 námskeið á vetri.
ATH! Afsláttarkerfi Sjúkratrygginga Íslands gildir ekki fyrir þessa þjálfun.
Sjálfsæfingar í tækjasal
- Einstaklingar sem útskrifast frá Grensási eiga þess kost að stunda sjálfsæfingar í tækjasal
- Seld eru 10 skipta kort
Afsláttarkerfi Sjúkratrygginga Íslands gildir ekki fyrir þessa þjálfun.
Vöðvaspasmi einkennist af óviljastýrðri vöðvaspennu í lömuðum vöðvum.
Helstu ástæður eru sjúkdómar og áverkar á heila og mænu.
Ýmsar aðferðir eru notaðar við meðferð á þessu ástandi m.a. sjúkraþjálfun og lyf.
Við deildina starfar teymi fagfólks með sérþekkingu á vöðvaspasma.
Læknar sinna ígræddum baclofendælum og botoxmeðferð á göngudeild á Grensási.
Fagaðilar meta og veita ráðgjöf við val á hjálpartækjum ýmis konar.
Sjá vefsíðu Stjúkratrygginga Íslands
Hjálpartæki til sölu í afgreiðslu við sundlaug
- Hækjustafir
- Stafir
- Hælinnlegg í skó
Æfingaíbúðin er staðsett á 3. hæð.
Íbúðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem þurfa að þjálfa sjálfstæða búsetu, öðlast aukið öryggi eða þjálfa notkun hjálpartækja áður en kemur að útskrift.
Gerð er meðferðaráætlun þar sem tiltekin eru markmið með þjálfuninni.
Íbúðinni er úthlutað í allt að 4 vikur í senn samkvæmt reglum.
Æfingaíbúðin var formlega tekin í notkun þann 27. september 2010 og hlaut nafnið Ásbúð.
Eftirfarandi stuðningsaðilar komu að verkefninu:
- Hollvinir Grensásdeildar
- Ikea
- Fastus
- Oddfellowstúkan Sigríður nr. 4
Heimahjúkrun
Mikil samvinna er við Heimaþjónustu höfuðborgarsvæðisins vegna heimahjúkrunar og aðstoða hjúkrunarfræðingar deilda við að sækja um. Sama gildir um heimahjúkrun utan höfuðborgarsvæðisins.
Hjúkrunarfræðingar frá Heimaþjónustunni koma á fundi sé þess óskað til að samhæfa þjónustu við aðra aðila t.d. félagsþjónustuna eða sjálfstætt starfandi fyrirtæki eftir því sem við á.
Félagsþjónusta
Hægt er að sækja um heimaþjónustu svo sem aðstoð við þrif, matarsendingar og aðstoð við innkaup til viðkomandi sveitarfélags. Einnig er í boði ýmis önnur úrræði svo sem liðveisla, dagþjálfun, starfsendurhæfing og fleira. Félagsráðgjafar veita aðstoð og ráðgjöf varðandi þjónustu.
Akstursþjónusta
Akstursþjónusta er veitt af sveitarfélögum samkvæmt ákveðnum reglum. Félagsráðgjafi aðstoðar við gerð umsóknar. Læknisvottorð þarf að fylgja.
Túlkaþjónusta
Túlkaþjónusta er veitt samkvæmt reglum Landspítala.
Sjúkrahótel
Sjúkrahótel Landspítala er staðsett í Ármúla 9. Sjúklingar af landsbyggðinni og þeir sem geta ekki dvalist heima meðan meðferð fer fram á dag- eða göngudeild geta sótt um gistingu á sjúkrahótelinu samkvæmt reglum þar um.