Læknisfræðilegur eðlisfræðingur - Geislameðferðardeild Landspítala
Við leitum að læknisfræðilegum eðlisfræðingi til að styrkja og stækka eðlisfræðiteymi okkar á geislameðferðardeild Landspítala.
Geislameðferðardeild Landspítala er eina deild sinnar tegundar á Íslandi og sinnir um 1000 sjúklingum á ári með tveimur Varian TrueBeam línuhröðlum. Á komandi árum mun deildin stækka með uppsetningu fleiri línuhraðla til að mæta vaxandi eftirspurn eftir geislameðferð.
Hlutverk okkar er að veita framúrskarandi klíníska þjónustu í síbreytilegu hátækniumhverfi með öflugu þverfaglegu samstarfi.
Við leitum að metnaðarfullum læknisfræðilegum eðlisfræðingi sem sýnir frumkvæði og nýtur þess að starfa í teymisvinnu.
Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
- Umsjón með eða þátttaka í meðferðarskipulagi og undirbúningi fyrir meðferð
- Geislamælitækni og gæðaeftirlit á línuhröðlum, CT og tengdum búnaði
- Innleiðing nýrrar tækni og skilgreining verkferla
- Önnur sérhæfð verkefni sem heyra undir starfsemi deildarinnar
- MSc í læknisfræðilegri eðlisfræði er æskileg en annars er MSc í eðlisfræði skilyrði
- Reynsla og þekking á geislameðferð og myndgreiningu er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni, metnaður og hæfni til að forgangsraða og vinna sjálfstætt eru skilyrði
- Þekking á íslensku er æskileg
- Góð enskukunnátta og vilji til að læra íslensku er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, eðlisfræðingur, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5