Hjúkrunarfræðingur - dag- og göngudeild Hjartagátt
Viltu vera hluti af framúrskarandi teymi sem vinnur að því að bæta líf hjartasjúklinga?
Dag- og göngudeild Hjartagáttar við Hringbraut leitar eftir reyndum og áhugasömum hjúkrunarfræðingi til að styrkja okkar frábæra teymi. Þetta er einstakt tækifæri til að þróa með þér faglega þekkingu á sérhæfðu sviði og hafa raunveruleg áhrif á líðan hjartasjúklinga og fjölskyldna þeirra. Ráðið verður í starfið frá 1. desember 2025 eða eftir samkomulagi.
Á Hjartagátt starfar um 30 manna samheldinn hópur. Á deildinni er veitt þjónusta við hjartasjúklinga sem þurfa að undirgangast inngrip eins og hjartaþræðingar, gangráðsísetningar, brennsluaðgerðir, rafvendingar og fleira. Á deildinni eru starfandi sérhæfðar göngudeildir eins og göngudeild hjartabilunar og göngudeild kransæðasjúklinga.
Hjartagátt er dag- og göngudeild og er opin frá kl. 7:30-20:00 alla virka daga
Af hverju að velja okkur?
Fagleg tækifæri
- Einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga
- Sjálfstæð vinnubrögð í krefjandi og fjölbreyttu starfi
- Tækifæri til að þróa sérhæfða þekkingu í hjúkrun hjartasjúklinga
Frábær vinnustaður
- 36 stunda vinnuvika í fullri dagvinnu
- Betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Náið samstarf við þverfaglegt teymi
- Undirbúa sjúklinga fyrir aðgerð og eftirlit með sjúklingum eftir aðgerð
- Móttaka sjúklinga á göngudeild
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Vera virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu verkefna á deild
- Fylgjast með nýjungum í hjartahjúkrun
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Jákvæðni og góða samskiptahæfni
- Reynsla af hjúkrun hjartasjúklinga er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Faglegur metnaður og áhugi á þróunarstarfi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5