Íþróttamenntað starfsfólk í geðþjónustu
Við á Laugarásnum meðferðargeðdeild leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum með menntun á sviði íþróttafræði til starfa. Markmið starfsins er að stuðla að líkamlegu heilbrigði og virkni skjólstæðinga innan geðþjónustu Landspítala.
Íþróttamenntað starfsfólk í geðþjónustu vinnur saman þvert á deildir og teymi innan þjónustunnar. Leitað er að starfsfólki sem starfar fyrst og fremst í Virknisetri á Hringbraut og þjónustar inniliggjandi skjólstæðinga geðþjónustunnar.
Störfin eru í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðra meðferðaraðila.
Rík áhersla er lögð á starfsþróun og er meðal annars boðið er upp á þjálfun í áhugahvetjandi samtali sem og handleiðslu. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku starfsmanna þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Óskað er eftir starfsfólki í 80-100% til afleysingar í hálft ár. Ráðning er frá 15. nóvember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Styðja og halda utan um virkni einstaklinga í þjónustu
- Aðkoma að ofþyngdarmeðferð og Clozapine klíník
- Umsjá og yfirsýn yfir líkamlega uppvinnslu: Mælingar á þoli og styrk einstaklinga í þjónustu
- Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur við einstaklinga í þjónustu
- Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi
- Ýmis fjölbreytt og mikilvæg verkefni sem starfsemin felur í sér
- Menntun á sviði íþróttafræði, íþróttasálfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af stuðningi við fólk með geðrænan vanda er kostur
- Reynsla af starfi í geðþjónustu er kostur
- Góð samstarfshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og frumkvæði í starfi, stundvísi og reglusemi
- Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa með fólki
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli
- Góð íslenskukunnátta er áskilin, önnur tungumálakunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5