Hjúkrunarfræðingur - Komdu í lið með okkur á dagdeild barna
Við viljum fjölga í okkar öfluga teymi á dagdeild barna 23E og auglýsum því eftir hjúkrunarfræðingum til starfa hjá okkur á Barnaspítala Hringsins.
Á deildinni er veitt sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta og er starf hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt. Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.
Við sækjumst eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila. Starfshlutfall er 80% og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Unnið er virka daga og er deildin opin frá kl. 7-17.
Áhugasömum hjúkrunarfræðingum er velkomið að kíkja í heimsókn.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda þeirra
- Virk þátttaka í þróun og faglegri uppbyggingu deildarinnar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður í starfi og áhugi á barnahjúkrun
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5