Auglýst eftir almennum læknum á Sýkla- og veirufræðideild (SVEID)
Lausar eru til umsóknar tvær stöður almennra lækna við Sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Um er að ræða tímabundin störf í 6-12 mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%, nema að um annað sé samið. Unnið er í dagvinnu og á bakvöktum með viðveru um helgar. Stöðurnar eru lausar eftir samkomulagi.
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala er þjónusturannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríu-, veiru-, sveppa- og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.
Veirufræðihluti deildarinnar er staðsettur í Ármúla 1a en sýklafræðihlutinn er að mestu leyti staðsettur á lóð Landspítala við Barónsstíg. Á deildinni starfa um 80 einstaklingar, þar af eru átta sérfræðilæknar í föstu starfi (í 6,5 stöðugildum) og eins og er einn almennur læknir.
Læknar Sýkla- og veirufræðideildar gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi deildarinnar. Þeir veita almenna ráðgjöf um greiningu smitsjúkdóma og aðstoða við val á rannsóknum, sýnatökum og -sendingum. Sjá um miðlun og túlkun rannsóknaniðurstaðna og taka mikinn þátt í gæðastarfi deildarinnar, meðal annars ritun gæðaskjala og staðfestingu.
Ætlunin er að almennir læknar, að lokinni aðlögun, taki þátt í læknastarfinu ásamt því að vera á gæsluvöktum með stuðningi sérfræðilæknis á bakvakt.
- Læknisstörf við veirufræði í Ármúla 1a og/ eða á bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrahluta deildarinnar, sem er að mestu við Barónsstíg undir umsjón sérfræðilækna. Svo sem:
- Staðfesta rannsóknasvör fyrir útgáfu
- Tilkynna brýnar niðurstöður til meðferðaraðila
- Leiðsögn fyrir heilbrigðisstarfsfólk
- Þátttaka í kennslu
- Þátttaka í þróunar- og gæðaverkefnum
- Þátttaka í vísindarannsóknum sem tengjast sérgreininni er æskileg
- Þátttaka í gæsluvöktum lækna deildarinnar þegar á líður (með stuðningi sérfræðilæknis á bakvakt)
- Íslenskt lækningaleyfi eða uppfylla skilyrði til þess
- Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi, sem samþykkt hefur verið af kennsluráði sérnámsgrunns, við upphaf starfs
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Í umsóknareyðublaðið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf
- Mögulega umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Starfsferilsskrá
- Vottað afrit af prófskírteini og starfsleyfi
- Staðfestingu um áætluð lok sérnámsgrunns ef því er ekki nú þegar lokið.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum eftir því sem við á. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Læknir með lækningaleyfi, almennur læknir, læknir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5