Verkefnastjóri á skrifstofu bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu
Við sækjumst eftir öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa á skrifstofu bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala (BLE). Um er að ræða nýtt ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og góða samskiptahæfni. Starfið felur í sér stuðning við framkvæmdastjóra og forstöðufólk sviðsins í utanumhaldi, greiningu, skipulagningu og eftirfylgd fjölbreyttra verkefna.
BLE er stærsta þjónustusvið Landspítala og á næstu árum standa yfir miklar breytingar og uppbygging í þjónustu, svo sem opnun bráðamatsdeildar, stækkun á Grensásdeild og flutningur í nýjan meðferðarkjarna. Þetta er því einstakt tækifæri til að taka þátt í umbreytingarferli sem mun hafa mikil áhrif á heilbrigðisþjónustu fyrir landið í heild.
Upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi.
- Aðstoð við framkvæmdastjóra og forstöðumenn sviðsins í verkefnum og daglegri stjórnun
- Skipulagning, utanumhald og eftirfylgd verkefna
- Greining gagna, úrvinnsla upplýsinga og framsetning niðurstaðna
- Undirbúningur funda og kynninga
- Þátttaka í breytingastjórnun og umbótaverkefnum
- Samhæfing verkefna og ferla í samstarfi við stjórnendur, fagfólk og samstarfsaðila
- Miðlun upplýsinga og skýrslugerð til innri og ytri aðila
- Háskólamenntun á sviði verkefnastjórnunnar er skilyrði
- Reynsla í faglegri verkefnastjórnun í hlutverki verkefnastjóra
- Reynsla af breytingastjórnun og umbótaverkefnum er kostur
- Góð færni í notkun upplýsingatækni og gagnaúrvinnslu
- Góðir samskiptahæfileikar
- Framúrskarandi skipulagshæfileikar og hæfni til að vinna sjálfstætt að flóknum verkefnum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, verkefnastjóri, verkefnastjórnun, sérfræðistörf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5