Hjúkrunarfræðingar nýútskrifaðir óskast á starfsþróunarár á ýmsar deildir 2025-2026
Hefur þú áhuga á virkri starfsþróun á fyrsta árinu þínu í starfi?
Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar óskast á ýmsar deildir Landspítala. Öll taka þau þátt í sérstöku starfsþróunarári en markmið þess er að auka hæfni til að takast á við áskoranir í starfi, stuðla að auknum gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga, auk þess að efla fagmennsku og ánægju í starfi.
Menntadeild Landspítala skipuleggur starfsþróunarárið með hliðsjón af stöðlum frá American Association of Colleges of Nursing. Frá miðjum september 2025 og fram í apríl 2026 verður boðið upp á reglulega fræðsludaga, þar sem fjölbreyttum kennsluaðferðum er beitt, þar með talið hermikennslu.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir um deildir undir "Annað". Ráðgjöf um val á deild á Landspítala er hægt að fá hjá Eygló Ingadóttur, verkefnastjóra (eygloing@landspitali.is) á skrifstofu hjúkrunar.
Upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi og er starfshlutfall að jafnaði 80-100%.
- Veita heildræna hjúkrun og beita gagnreyndum starfsháttum
- Greina hjúkrunarþarfir sjúklinga, setja fram markmið og meðferðaráætlun í samvinnu við sjúklinga, skrá og meta árangur
- Fyrirbyggja fylgikvilla sjúkrahúslegu og alvarlegar afleiðingar þeirra
- Samhæfa útskrift og veita sjúklingum og aðstandendum fræðslu
- Taka þátt í þróun hjúkrunar á deild
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Hafi lokið námi í hjúkrunarfræði sem veitir starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi
- Íslenskt hjúkrunarleyfi eigi síðar en október 2025
- Faglegur metnaður og áhugi
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Skila skal inn starfsleyfi eigi síðar en október 2025. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,