Hjúkrunarfræðingur í útskriftarteymi Landspítala
Ertu lausnamiðaður og hress hjúkrunarfræðingur sem hefur gaman af samskiptum?
Flæðisdeild óskar eftir að ráða til sín öflugan hjúkrunarfræðing með fjölbreytta starfsreynslu til starfa í útskriftarteymi flæðisdeildar. Leitað er að skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur góða þekkingu á heilbrigðiskerfinu, er góður í samskiptum og nýtur þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymum.
Útskriftarteymið er starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til ráðgjafar og aðstoðar við flóknar útskriftir. Á flæðisdeildinni starfa innlagnastjórar og útskriftarteymi þétt saman að því að gera ferðalag sjúklingsins í gegnum Landspítala sem best fyrir hann og hans þarfir hverju sinni. Hópurinn er samstilltur og skemmtilegur. Hvatt er til vettvangsheimsókna til helstu samstarfsaðila sem og símenntunar og fræðslu.
Um er að ræða dagvinnu og möguleiki er á innlagnavöktum samkvæmt nánara samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag og starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
- Verkefni tengd undirbúningi útskrifta
- Tengiliður tilgreindra legudeilda og vinna með teymum að farsælum útskriftum og flæði sjúklinga
- Stuðningur við legudeildir Landspítala vegna flókinna útskrifta
- Ráðgjöf til sjúklinga og aðstandenda um þjónustu og mismunandi útskriftarúrræði
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð
- Fjölbreytt starfsreynsla og góð þekking á heilbrigðiskerfinu
- Brennandi áhugi á að vinna með fólki og fyrir fólk
- Lausnamiðuð hugsun
- Faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5