Sumarstörf 2025 - Veitingaþjónusta
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í veitingaþjónustu. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Veitingaþjónustan heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið Landspítala og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, þar sem daglega eru framleiddar um 6.000 einingar fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin rekur einnig 8 matsali og 2 kaffihús undir nafninu ELMA matsalir, þar sem boðið er upp á fjölbreytta þjónustu í bland við nýstárlega sjálfsafgreiðslu. Um 100 manns starfa í samhentri deild veitingaþjónustunnar, þar sem unnið er að fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum.
Í boði eru fjölbreytt störf innan veitingaþjónustu:
- Framleiðslueldhúsi við matargerð og uppþvott
- Framleiðslu á heitum og köldum réttum í framleiðslukjarna ELMU
- Afgreiðslu og framleiðslu á léttum réttum á kaffihúsum ELMU
- Aðstoð, undirbúningi í tengslum við útkeyrslu á vörum fyrir matsali og kaffihús ELMU
- Almennri þjónustu og framleiðslustörf
Markmið veitingaþjónustu er að veita framúrskarandi þjónustu við sjúklinga, starfsfólk og gesti spítalans. Starfið er fjölbreytt og gefandi og unnið er í fjölþjóðlegu starfsumhverfi.
- Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir starfseiningum
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslensku og enskukunnátta
- Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri að lágmarki
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: matráður, mötuneyti, kaffibarþjónn, matreiðsla, framreiðslumaður