Alþjóðlegur dagur Lynch heilkennis er 22. mars 2022.
Lynch heilkenni (heitið heilkenni er notað yfir safn einkenna) er arfgengt, þ.e. það erfist milli kynslóða. Það að hafa arfgenga tilhneygingu (stökkbreytingu) til Lynch heilkennis eykur lífslíkur á ákveðnum krabbameinum, sérstaklega ristil-, endaþarms- og legbolskrabbameinum.
Lynch heilkenni orsakast af stökkbreytingum í DNA viðgerðargenum. Þetta eru MMR gen (e: mismatch repair genes) og þau heita MLH1, MSH2, MSH6 og PMS2.
Um það bil 1 af hverjum 226 Íslendingum ber Lynch heilkenni. Það er hæsta tíðni sem lýst hefur verið í heiminum. Þrjár landnemastökkbreytingar eru þekktar hér á landi, ein í MSH6 geninu og tvær í PMS2 geninu. Koma má í veg fyrir mörg krabbamein hjá arfberum með því að beita tíðum ristilspeglunum og aðgerðum í forvarnaskyni s.s. fjarlægja leg og eggjastokka eftir 40-45 ára aldur. Einnig hefur sýnt sig að magnýl-inntaka getur dregið úr tíðni krabbameina af völdum Lynch heilkennis.
Sé um sterka fjölskyldusögu um ofangreind krabbamein að ræða er hægt að hafa samband við erfðaráðgjöf Landspítala til að fá úr því skorið hvort arfgeng tilhneyging til Lynch heilkennis sé til staðar, s. 543 5070, tölvupóstur esd@landspitali.is.
Erfðaráðgjöf - vefsíða með upplýsingum og tímabókun