Verkefnisstofa Landspítala stendur fyrir málþingi á alþjóðlega óráðsdeginum 16. mars 2022, kl. 14:00-16:00.
Málþingið verður í streymi á Facebook-síðu Landspítala og Workplace.
Fundarstjóri: Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra.
Dagskrá
14:00 - Tryggvi Þ. Egilsson öldrunar- og lyflæknir: Ef grunur um óráð
14:15 - Guðrún Hrönn Logadóttir, teymisstjóri útkallsteymis yfirsetu: Starfsemi útkallsteymis
14:30 - Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi: Óráð og byltur
14:45 - Guðríður Kristín Þórðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga: Saga af óráði
15:00 - Dr M Santhana Krishnan: Whats all the fuss about delirium?
Dr M Santhana Krishnan, FRCPsych hefur verið í forrystusveit þeirra sem standa að alþjóðlega óráðsdeginu og ötull á sínum heimaslóðum í Bretlandi við að vekja athygli á óráði. Í tilefni af alþjóðlega óráðsdeginum árið 2019 stýrði hann átakinu #DeliriumReady sem reyndist mjög árangursríkt. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir vinnu sína í þágu óráðsfræðslu og vitundarvakningar. Hann starfar bæði við geðlæknisþjónustu, kennslu og rannsóknir varðandi óráð.
15:45 - Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur með diplóma í aðgerðahjúkrun: Vangaveltur um hvað hefur áunnist frá því klínískar leiðbeiningar um óráð voru gefnar úr 2015 og hver eru næstu skref.