Landspítali er á neyðarstigi til kl. 16:00 í dag,1. febrúar 2022
Í dag liggur 31 sjúklingur á Landspítala með COVID. Þar af eru 23 í einangrun með virkt smit. 3 eru á gjörgæslu, 2 í öndunarvél og 1 í ECMO.
Síðastliðinn sólarhring bættust tveir í hópinn og þrír útskrifuðust.
217 starfsmenn eru í einangrun en 30 starfsmenn greindust í gær.
Talsverðar annir eru í rakningum innanhúss en daglega greinast fjölmörg smit inni í starfseminni sem mikilvægt er að rekja og komast strax fyrir.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Landspítali verður færður af neyðarstigi á hættustig frá og með kl. 16:00 í dag, 1. febrúar 2022. Gildandi reglur á hættustigi er að finna meðal annars á COVID upplýsingasíðu á innri vef. Í stuttu máli breytist ekkert varðandi heimsóknarbann, leyfi, skimanir, fundi o.s.frv. á meðan óvissa ríkir um hvað gerist næstu daga varðandi smit hjá starfsmönnum og smit inni í starfseminni.
2. Enn og aftur er minnt á að þeir sem verða útsettir í samfélaginu eða heima hjá sér verða að hafa samband og gefa sig fram við farsóttanefnd eða rakningarteymi til að fá ráðleggingar um aðgerðir sem grípa þarf til. Þó að fólk sé ekki sett í sóttkví í samfélaginu þá gilda aðrar reglur á Landspítala sem mikilvægt er að allir þekki vel.