Landspítali er á hættustigi.
Samkvæmt skilgreiningu er hættustig þegar orðinn atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar. Þetta getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki.
Staðan kl. 9:00
21 sjúklingur liggur á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.
1.745 sjúklingar, þar af 555 börn, eru í COVID göngudeild spítalans.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 198 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.