Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.
Staðan kl. 9:00
6 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19. Á bráðalegudeildum spítalans eru 4. Á gjörgæslu er 2 sjúklingar en hvorugur í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 53 ár.
Nú eru 515 sjúklingar, þar af 198 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 12 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.
Tölur verða næst uppfærðar miðvikudaginn 15. september.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.