Á 70 ára afmælisráðstefnu Krabbameinsfélags Íslands verður fjallað um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi með hliðsjón af markmiðum félagsins um að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda.
Ráðstefnan verður fimmtudaginn 26. ágúst, kl. 16:30 til 18:45 í Háskólanum í Reykjavík. Þátttaka er ókeypis en það þarf að skrá sig og lýkur skráningu 23. ágúst.