Framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við aldraða er viðfangsefni heilbrigðisþings 2021 sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar til föstudaginn 20. ágúst 2021, kl. 9:00 til 16:00. Beint streymi verður á „heilbrigdisthing.is.“
Þetta er fjórða heilbrigðisþingið sem heilbrigðisráðherra efnir til í þeim tilgangi að styrkia stoðir heilbrigðiskerfisins.
Fyrr á þessu ári fól heilbrigðisráðherra Halldóri Sigurði Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, að móta drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Í henni er dregin upp sýn að æskilegu heildarskipulagi þjónustu við aldraða, samþættingu milli heilbrigðisþjónustu og félagslegar þjónustu og þverfaglegs samstarfs milli þessara þjónustustiga.
- Á þinginu flytur Halldór fyrirlestur um efni skýrslunnar sem hefur verið birt til umsagnar á www.samradsgatt.is.
- Gestafyrirlesari á þinginu er dr. Samir Sinha frá Kanada en hann gegnir starfi forstöðumanns öldrunarlækninga við Sinai sjúkrahúsakerfið sem þjónar Toronto og Ontario í Kanada.
- Vegna Covid-19 er gert ráð fyrir að gestir þingsins taki þátt í því með rafrænum hætti, streymt verður beint frá þinginu og notast við forritið Slido fyrir virka þátttöku gesta.
Nánar um heilbrigðisþingið á vef Stjórnarráðs Íslands