Frá og með fimmtudegi 15. júlí 2021 gildir eftirfarand vegna starfsmanna á Landspítala:
1. Bólusettir starfsmenn og starfsmenn sem hafa fengið COVID-19 sem koma yfir landamæri og eiga að hefja störf innan 7 daga frá heimkomu eiga undantekningalaust að skila neikvæðu skimsýni fyrir COVID-19 ÁÐUR en þeir mæta til starfa.
2. Þeir sjálfir eða yfirmenn óska eftir sýnatöku hjá starfsmannahjukrun@landspitali.is.
3. Þegar skimsýni hefur verið svarað neikvæðu má starfsmaður mæta til starfa en ber að ástunda sóttvarnir af kappi og fylgja reglum Landspítala um grímunotkun.
4. Óbólusettir starfsmenn fylgja reglum Almannavarna, fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli og mega ekki koma til starfa fyrr en seinna sýni hefur verið svarað neikvæðu.
Farsóttanefnd vill brýna starfsmenn til að vera á verði gagnvart einkennum sem geta samrýmst COVID-19 og fara strax í sýnatöku ef þeirra verður vart.
Reglur um heimsóknir og grímunotkun verða óbreyttar um sinn.