Adam Cheng, prófessor í barnalækningum við háskólann í Calgary og sérfræðingur í hermikennslu, heldur fyrirlestur um hermikennslu á 20. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunni 3. júní 2021, kl. 11:50-12:20. Fyrirlesturinn er í boði Landspítala og heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann verður í sal 1 á Hilton Nordica og í beinu streymi.
Adam Cheng hefur notið alþjóðlegrar athygli fyrir rannsóknir, kennslu og umbótastarf á sviði hermináms. Í erindi sínu, sem hann nefnir Driving change in healthcare: simulation and debriefing as vehicles for team reflexivity, mun hann fjalla um hermikennslu í samhengi við þjálfun heilbrigðisstarfsmanna í teymisvinnu. Ófullnægjandi teymisvinna er algeng orsök mistaka í heilbrigðisþjónustu og eru þessar kennsluaðferðir mikilvægar til að draga úr þeim.
Nánar um erindið
Vefsíða 20. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunnar