Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021. Fundurinn verður í stóra salnum á Nauthól , Nauthólsvegi 106, og hefst kl. 16:00.
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.
Stutt málþing verður haldið að loknum aðalfundarstörfum - dagskráin verður birt síðar.
Á fundinum verður fylgt tilmælum um sóttvarnir.