Ársfundur Landspítala 2021 verður í Hringsal á Landspítala föstudaginn 7. maí, klukkan 14:00 til 16:15.
COVID-19 setti mark sitt á síðasta ársfund og eins er nú því hann verður ekki opinn gestum en hins vegar í beinni útsendingu á miðlum spítalans. „Samvinna á farsóttartímum“ er yfirskrift fundarins.
Fundarstjóri: Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra
DAGSKRÁ
Bein útsending frá facebook síðu Landspítala
14:00 Skriðþungi í verkefnum síðustu 12 mánaða á Landspítala: Opnunarmyndskeið
14:05 Ávarp heilbrigðisráðherra: Svandís Svavarsdóttir
14:20 Ávarp forstjóra Landspítala: Páll Matthíasson
14:35 Ársreikningur Landspítala: Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármála
14:50 Deigla vísindarannsókna á Landspítala (Myndskeið) A. Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur B. Signý Lea Gunnlaugsdóttir, deildarlæknir C. Þórarinn Gíslason, yfirlæknir.
15:10 Heiðranir starfsfólks: Gunnar Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála
15:20 Smásjáin: Fimm viðtöl í beinni við lykilfólk í spennandi verkefnum
A. Eiríksstaðir - Framsækin uppbygging klínískrar þjónustu: Lilja Stefánsdóttir
B. ELMA - Verðskulduð veisla fyrir skilningarvitin: Jón Haukur Baldvinsson
C. Landspítalaþorpið og staðan á nýbyggingum við Hringbraut: Benedikt Olgeirsson D. Umhverfismálin í stóru samhengi: Hulda Steingrímsdóttir E. Þróun upplýsingatækni og hugbúnaðar í heimsfaraldri: Björn Jónsson
16:10 Svipmyndir af vinnugleði starfsfólks Landspítala Lokamyndskeið
16:15 Fundarlok