Alþjóðadagur ónæmisfræði 29. apríl: Tveir fyrirlestrar verða í streymi á deginum.
Fimmtudagurinn 29. apríl 2021 er alþjóðadagur ónæmisfræði (International Day of Immunology). Í tilefni af deginum heldur Ónæmisfræðifélag Íslands stuttan viðburð með tveimur aðgengilegum fyrirlestrum frá kl. 16:30-17:30. Viðburðurinn verður beinni og opinni útsendingu á samfélagsmiðlum og vefsvæðum Háskóla Íslands.
Vírusvarnir, of mikið af því góða?
Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir við Landspítala, forseti Norrænu ónæmisfræðisamtakanna
Bólusetningar gegn Covid-19, hvaða gagn er að þeim?
Ingileif Jónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fundarstjóri
Stefanía P. Bjarnarson, dósent við Háskóla Íslands og Landspítala, formaður Ónæmisfræðifélags Íslands
Streymi hér