Brjóstamiðstöð göngudeild verður opnuð á Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5, mánudaginn 15. mars 2021 fyrir þá sem þurfa þjónustu vegna brjóstameina. Þar sameinast á einum stað þjónusta Landspítala sem verið hefur á 10E og 11B við Hringbraut veitt af skurðlæknum, krabbameinslæknum og hjúkrunarfræðingum. Blóðrannsóknir, lyfja- og geislameðferð ásamt skurðaðgerðum mun eftir sem áður verða við Hringbraut.
- Líkt og verið hefur fá allir sjúklingar skilaboð með SMS um tíma og staðsetningu.
- Brjóstamiðstöð göngudeild verður opin frá kl. 8:00 til 16:00.
- Athygli er vakin á því að gjaldskyld bílastæði eru bakvið húsið.
- Staðsetning: Eiríksstaðir - Eiríksgata 5 er á horni Eiríksgötu og Barónsstígs.