Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COVID-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
- Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd beinir því til starfsmanna að uppfæra upplýsingar um símanúmer og fylgjast vandlega með miðlum spítalans, sérstaklega tilkynningum á workplace. Stjórnendur eru beðnir að sjá til þess að uppfærðar upplýsingar um hvernig unnt er að ná í starfsfólk liggi fyrir og hvetja það til að fylgjast með tilkynningum á miðlum spítalans.
- Tölulegar upplýsingar: Á Landspítala eru nú:
- 2 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
- 437 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar
- 184 starfsmenn í sóttkví A
- 35 starfsmenn í einangrun