Vinna við vatns- og hitaveituframkvæmdir á Vatnsmýrarvegi hafa gengið vel en þar þurfti að loka fyrir umferð austan við BSÍ í suður að Hringbraut vegna malbikunarframkvæmda. Þessar framkvæmdir tengjast Hringbrautarverkefninu um uppbyggingu Landspítala. Verið er að þvera til að tengja heitt og kalt vatn fyrir væntanlegan meðferðarkjarna.
Stefnt er að því að umferð verði komin í eðlilegt horf seinni hluta föstudags 24. júlí 2020.
Umsjón með verkinu hefur ÍAV í samstarfi við NLSH ohf., FSR og Veitur ohf.