Ákvörðun farsóttanefndar og viðbragðsstjórnar um heimsóknir á Landspítala frá 18. maí 2020
1. Frá 18. maí verða heimsóknir til sjúklinga í Fossvogi og við Hringbraut með þeim hætti að milli kl. 16:00 og 19:00 verður einum aðstandanda (og fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga í að hámarki eina klukkustund. Deildir verða opnar á þessum tíma en annars læstar með aðgangsstýringu. Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn gestur mætir í heimsókn (fylgdarmaður undanskilinn).
2. Frá 18. maí verða heimsóknir á Landakoti og Vífilsstöðum með þeim hætti að milli kl. 16:00 og 18:00 verður einum aðstandanda (og fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga í að hámarki 30 mínútur í senn. Deildir verða opnar á þessum tíma en annars læstar með aðgangsstýringu. Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn gestur mætir í heimsókn (fylgdarmaður undanskilinn). Aðstandendur eru beðnir um að hafa samband við ritara viðkomandi legudeildar og gera áætlun um heimsóknir.
3. Á Grensásdeild verða leyfðar heimsóknir eins aðstandanda í einu frá kl. 16:00 til 18:00 eða kl. 18:00 til 20:00.
4. Á líknardeild í Kópavogi verða leyfðar heimsóknir frá kl. 13:00 til 20:00. Hver sjúklingur getur að hámarki fengið fjóra í heimsókn í einu.
5. Á geðdeildum við Hringbraut verða leyfðar heimsóknir eins í einu frá kl. 16:00 til 19:00, að öllu jöfnu 30 mínútur að hámarki.
6. Á Kleppi verða heimsóknir í samráði við starfsfólk viðkomandi deildar.
7. Í Rjóðri verða heimsóknir í samráði við starfsfólk.