Almennar reglur um aðgengi á Landspítala
Gert ráð fyrir að umferð um Landspítala Hringbraut og Landspítala Fossvog verði óhindruð eftir 18. maí en deildir verði áfram aðgangsstýrðar. Á tímabilinu kl. 16:00-19:00 verða legudeildir ólæstar og aðstandendum frjálst (einn gestur per sjúkling og eftir atvikum einn fylgdarmaður) að fara inn. Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn.
Allir inngangar verði læstir nema þar sem sjúklingar eiga erindi en þeir inngangar verða takmarkað opið. Starfsfólki er bent á að nýta sér aðra aðgangsstýrða innganga en þá sem sjúklingar nota þar sem því verður við komið. Á þetta sérstaklega við fyrst á morgnana og síðdegis þegar flestir starfsmenn eru að koma til og fara úr vinnu.
Heimsóknartímar á Landspítala - gildir til 31. ágúst 2020
Landspítali Hringbraut
Eftirfarandi inn/út gangar eru við Hringbraut sem almenningur og sjúklingar hafa haft aðgang að:
1. Eldhúsbygging hús 13 1. hæð:
Læst allan sólarhringinn fyrir almenning og aðgangsstýrð fyrir starfsmenn.
2. K-bygging inngangur: Ólæst meðan móttaka sjúklinga er opin (08:00-16:00). Læst eftir lokun. Inngangur er ekki með aðgangsstýringu.
3. Kvennadeild: Ólæst meðan móttaka sjúklinga er opin (08:00-16:00). Læst eftir lokun. Inngangur er með aðgangsstýringu.
4. Barnaspítali: Ólæst meðan móttaka júklinga er opin.(08:00-22:00 virka daga og 10:00 – 22:00 um helgar). Læst eftir lokun. Inngangur er með aðgangsstýringu.
5. Kringlan: Ólæst meðan starfsmaður er í móttöku (08:00-16:00 virka daga). Læst eftir lokun.
6. Sjúkrahótel: Ólæst milli kl. 07:30 og 16:00, starfsmaður er í móttöku. Inngangur er með aðgangsstýringu.
7. Inngangur Eiríksgötumegin: Ólæst allan sólarhringinn, inngangur vaktaður.
8. Inngangur í geðdeildarhús: Verður áfram læstur. Inngangur er með aðgangsstýringu. Aðrir inngangar verða áfram læstir.
Landspítali Fossvogi
Eftirfarandi inn/út gangar eru í Fossvogi sem almenningur og sjúklingar hafa haft aðgang að:
1. Inngangur í krók vestanmegin: Ólæst allan sólarhringinn, inngangur vaktaður.
2. Inngangur austur (sjúkrabílamóttaka og inngangur póstflutnings): Læst allan sólarhringinn fyrir almenning og aðgangsstýrð fyrir starfsmenn.
3. Gamli aðalinngangur á annarri hæð: Læst allan sólarhringinn.
4. Inngangur á bráðamóttöku: Óbreytt aðgengi. Aðrir inngangar læstir.
Landakot
Eftirfarandi inn/út gangar eru í Landakoti sem almenningur og starfsmenn hafa haft aðgang að:
1. Aðalinngangur Túngötumegin: Ólæst milli kl. 08:00 og 18:00 eða meðan blóðtaka og dagdeild eru opnar. Aðgangsstýrð hurð.
2. Norður inngangur (kjallarainngangur): Læst allan sólarhringinn fyrir almenning og aðgangsstýrð fyrir starfsmenn.
3. Inngangur frá Ægisgötu inn á dagdeild: Læst allan sólarhringinn, umferð stýrt af starfsmönnum deildar.
Aðrir inngangar læstir.
Vífilsstaðir
Öryggisvörður að störfum milli kl. 07:30 og 15:30.
Aðalinngangur: Inngangur læstur nema á heimsóknartíma.
Aðrir inngangar læstir.
Grensás
Öryggisvörður að störfum milli kl. 07:30 og 16:00.
Aðalinngangur: Inngangur ólæstur kl. 07:30- 21:00. Inngangur er með aðgangsstýringu.
Sundlaugarinngangur: Starfsmaður sundlaugarmóttöku opnar innganginn. Leigutakar sjá um að læsa að loknu sundi.
Aðrir inngangar læstir.
Kleppur
Aðalinngangur og bakinngangur: Ólæst milli kl. 07:00-17:00 og um helgar kl. 10:00-18:00. Læst og aðgangsstýrt þess á milli.
Læst inn á deildir, engin aðgangsstýring.
Aðal- og bakinngangar eru með aðgangsstýringu.
Aðrir inngangar læstir.
Heimsóknir í samráði við starfsfólk deilda.
Líknardeild
Aðalinngangur: Húsið er ólæst frá kl. 08:00 til 21:00 alla daga vikunnar, læst á öðrum tímum.
Aðrir inngangar læstir.
Rjóður
Aðalinngangur: Ólæst frá kl. 08:00 til 20:00.
Aðrir inngangar læstir.
(Fréttin var uppfærð 4. júní vegna breytinga á heimsóknartíma sem tóku gildi þá)