Heilabilunareining Landspítala Landakoti heldur árlegan fræðsludag miðvikudaginn 18. mars 2020, kl. 13:00-16:00 og hann verður endurtekinn fimmtudaginn 19. mars, kl. 13:00-16:00.
Efni fræðsludagsins: Atferlistruflanir hjá einstaklingum með heilabilun.
Staðsetning: Námskeiðið er haldið í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík.
Þátttökugjald: Kr. 3.500, staðgreitt.
Skráning: Starfsfólk Landspítala greiðir ekki fyrir þátttöku en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á gudlaugg@landspitali.is. Þar skal koma fram nafn og kennitala þátttakanda. Ef vinnustaður greiðir fyrir þátttöku þarf einnig að koma fram nafn og kennitala viðkomandi stofnunar og hver er ábyrgur fyrir greiðslu. Reikningur verður sendur til viðkomandi stofnunar eftir námskeiðið. Ekki er tekið við greiðslukortum.
Lokadagur skráningar er 16. mars 2020.